Læknablaðið - feb. 2020, Blaðsíða 36
88 LÆKNAblaðið 2020/106
■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
Hlustið á viðtalið
á hlaðvarpi
Læknablaðsins
„Það er svo skammt frá hruni og í kjölfar
þess var þögn talin einn af orsakavöldum
þess hversu illa fór. Það hefði kannski
bægt frá meira tjóni en ella hefði fólk
tjáð sig,“ segir Ragnar Freyr Ingvarsson,
sérfræðingur í lyf- og gigtlækningum á
Landspítala, þegar við setjumst niður á
skrifstofu hans á sjöundu hæð Fossvogs-
spítala og ræðum fund Svandísar Svavars-
dóttur heilbrigðisráðherra með Læknaráði
Landspítala.
Upptaka af fundinum fór víða í fjöl-
miðlum vegna orða ráðherra um að erfitt
væri að standa með spítalanum þar sem
læknar ályktuðu á „færibandi“ um slæmt
ástand hans. Þeir Ragnar og Björn Rúnar
Lúðvíksson, formaður prófessoraráðs
Landspítala, stigu fram á fundinum
og gagnrýndu þessi orð, eins og sjá má
hér í blaðinu. Læknablaðið hitti þá Björn
og Ragnar hvorn í sínu lagi sama dag á
skrifstofum sínum, Björn á Hringbraut og
Ragnar í Fossvogi.
„Það er háalvarlegt mál að við skulum
ekki hafa lært meira af hruninu en þetta,“
segir Ragnar. „Ég tala nú ekki um að
vinstri stjórnmálamaður biðji fólk um að
þegja um grafalvarlegt ástand.“ Það hafi
ekki verið að ástæðulausu að ályktanirnar
komu á færibandi.
Lýsa NEYÐARÁSTANDI
„Mann grípur skelfing að hugsa til þess
að fyrir einu og hálfu ári sögðum við að
það væri neyðarástand. Ekkert var gert.
Neyðarástandið verður því alltaf meira.
Fyrst neyðarástand með litlum stöfum,
svo Neyðarástand með stóru N-i og nú
NEYÐARÁSTAND í hástöfum. Hvað velj-
um við næst; últra-NEYÐARÁSTAND?“
Björn segir að hann telji að ráðherra
hafi ekki áttað sig á því hve alvarlegt
ástandið hafi verið í langan tíma. „Við
höfum horft á hvernig hefur molnað und-
an starfsemi spítalans mjög lengi. Þetta
svakalega högg og niðurskurður sem
verður við hrunið, um og yfir 20%, hefur
aldrei verið bætt. Á sama tíma hafa verk-
efnin margfaldast.“
Björn bendir á að læknar hafi á þessum
sama rúma áratug séð gríðarlegar framfar-
ir í læknisfræði. „Hátækni. Við meðhöndl-
um sjúkdóma sem við gátum ekki fyrir
áratug síðan. Við erum betri í að með-
höndla alvarlega veikt fólk og koma því
til heilsu sem við gátum ekki fyrir áratug
síðan. Þetta kostar gríðarlegt fjármagn.“
Ragnar nefnir margt sem vel hafi ver-
ið gert undir stjórn ráðherra, eins og að
byggja hjúkrunarrými, koma til móts við
fíkla og fanga. „En ímyndaðu þér að litla
barnið þitt kæmi gangandi með einkunna-
spjaldið úr skólanum. Það hefði fengið 10 í
öllu en þú sérð að það er kviknað í hárinu
á barninu. Hvað er fyrst á dagskrá þann
daginn? Einkunnaspjaldið eða eldurinn?“
spyr hann.
Óstarfhæf fyrir bráðveika
„Við erum með óstarfhæft sjúkrahús þegar
kemur að því að sinna bráðveiku, og þá
sérstaklega bráðveiku öldruðu fólki,“ segir
hann. Inntur eftir nánari útskýringum
bendir hann á að frá því í haust hafi um 30
sjúklingar að jafnaði legið fastir á bráða-
móttökunni. Þennan föstudag, 17. janúar,
hafi tveir sjúklingar verið útskrifaðir af
lyflækningasviði.
„Það hefði þurft að útskrifa 35. Af
deildinni minni þar sem útskrifa á 5 á
dag fer enginn.“ Það sé einkar slæmt fyrir
helgi þar sem starfsemin sé minni en á
virkum dögum.
Björn Rúnar segir að með orðum sínum
hafi ráðherra staðfest þann stjórnunar-
stíl sem viðgangist á spítalanum. „En
það verður samt að segja henni til hróss
Mikilvægt að
benda á vandann
– segja Ragnar Freyr Ingvarsson og Björn Rúnar Lúðvíksson
Læknarnir segja mikilvægt að stíga fram og tjá sig um stöðu heilbrigðis-
kerfisins. Ragnar Freyr segir umvandanir ráðherra á fundi Læknaráðs Land-
spítala sérlega alvarlegar sé litið til bankahrunsins þar sem talið sé að verr
hafi farið vegna þagnar fólks sem hafði þekkinguna en varaði ekki við.
„Við þurfum að horfa til
þess sem við gerum í dag,
hvað við ætlum að gera eftir
mánuð, hvað eftir 6 mánuði
og hvað til lengri tíma,“ segir
Ragnar Freyr. „Ég sé enga
áætlun. Þess vegna erum við
að hrópa um neyðarástand.“