Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - feb. 2020, Blaðsíða 57

Læknablaðið - feb. 2020, Blaðsíða 57
LÆKNAblaðið 2020/106 109 urfjörð“ þar sem boðið var upp á frábæra fiskisúpu. Á leið okkar hittum við Gunn- stein Gíslason sem í áratugi var höfuð Árneshrepps, kaupfélagsstjóri, bankastjóri og hreppstjóri. Eftir súpuna var ekið um byggðina í Norðurfirði og að Munaðarnesi við ut- anverðan Ingólfsfjörð. Ætlunin var að sjá þaðan til Drangaskarða, en þau voru því miður hulin þoku. Vel sást þó inn Ingólfs- fjörð og út á Seljanes. Því næst var ekið á Hótel Djúpuvík á ný. Sest var að frábærum kvöldverði og undir borðum fóru margir á kostum og sögðu skemmtisögur. Óvænt birtist Þórólfur Árnason fyrrverandi borgar- stjóri sem átti leið um og sagði okkur skemmtisögur af læknum og ættmennum sínum, en langafi Þórólfs var hinn frægi klerkur séra Árni Þórarinsson. Morguninn eftir var ekið yfir í Bjarnar- fjörð og á Klúku skoðað Kotbýli kuklarans og Guðmundarlaug, þar sem gafst tæki- færi á að lauga andlitið með vígðu vatni Guðmundar biskups hins góða. Þaðan var farið yfir á Drangsnes um Selströnd og litið til Grímseyjar í Steingrímsfirði. Á Drangsnesi var áð við klettinn „Kerlingu“ og tekin hópmynd af konunum. Á Hólmavík buðu læknishjónin frá Húsavík, Ingimar S. Hjálmarsson og Sigríður Birna Ólafsdóttir, okkur heim í hús sem Ingimar og hans systkini eiga, en Ingimar er fæddur og uppalinn á Hólmavík. Hjá þeim fengum við dýrð- legar móttöku á stórum palli framan við húsið. Þau buðu okkur upp á drykki, rautt Gunnsteinn Gíslason og Ólafur F. Magnússon, tveir fyrirverandi borgarstjórar. Öldungadeildin Dagskrá vorsins 2020 Miðvikudaginn 5. febrúar Árni Bragason landgræðslustjóri flytur erindi sem hann nefnir „Að græða landið og loftslagsvá“. Miðvikudaginn 4. mars Torfi Magnússon læknir flytur erindið „Valdavíma - valdafíkn - valdhroki“. Miðvikudaginn 1. apríl Höskuldur Þráinsson prófessor emeritus flytur erindi um „Vestur Íslendinga og Vestur-íslensku“. Miðvikudaginn 6. maí Jón Magnússon hrl. og fyrrverandi alþingismaður flytur erindi um „Sjálfstæðisbaráttu Kúrda“. Um fundi öldungadeildar Allir læknar sem náð hafa sextugsaldri eru velkomnir í okkar hóp samkvæmt lögum öldunga- deildar Læknafélags Íslands. Vonumst við til að sjá sem flesta á fundum okkar, bæði verðandi félaga og skráða félaga í deildinni. Fundirnir eru haldnir kl. 16.00 fyrsta miðvikudag hvers mánaðar að Hlíðasmára 8 í Kópavogi. Hálftíma fyrir fund er boðið upp á kaffi og vínarbrauð meðan félagar og gestir ræða saman og rifja upp gömlu góðu dagana. Kristófer Þorleifsson, formaður öldungadeildar kristofert@simnet.is og hvítt og taðreyktan Mývatnssilung á rúgbrauði. Eftir heimsóknina til Ingimars og Siggu var ekið suður á leið og komið við á bænum Húsavík þar sem ýmislegt er selt beint frá býli, meðal annars lostafullar lengjur: lambalundir sem maríneraðar eru í bláberjum og síðan tvíreyktar og þurrk- aðar. Algjört lostæti sem allir keyptu og einstaka náðu í reykt svið. Að verslunarferð lokinni var brunað suður um Þröskulda yfir í Dalina og síðan í Kópavoginn. Heim komu ferðalangar þreyttir og ánægðir snemma kvölds. Ö L D U N G A D E I L D
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.