Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - feb. 2020, Blaðsíða 44

Læknablaðið - feb. 2020, Blaðsíða 44
96 LÆKNAblaðið 2020/106 ■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir og Védís Skarphéðinsdóttir „Ég verð að nota tækifærið til að segja hér við Læknaráð að það er töluverð áskorun fyrir ráðherra að standa með Landspítala þegar það koma ályktanir á færibandi sem segja að þessi stofnun sé nánast hættuleg,“ sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráð- herra á fundi með Læknaráði Landspítala mánudaginn 13. janúar. Fundur heilbrigðisráðherra var skömmu eftir fréttahrinu um slæmt ástand á bráðamóttökunni í kjölfar viðtals Lækna- blaðsins við Má Kristjánsson, yfirlækni smitsjúkdómalækninga Landspítala. Þar sagði hann stórslys í aðsigi á bráðamót- tökunni og benti með tölum á aukið álag. Yfirskrift fundarins var Heilbrigðisstefn- an. Ráðherra gaf svo læknum tækifæri til að spyrja spurninga á tæplega klukku- stundarlöngum fundi. Um 40 læknar sátu í Hringsalnum og um 15 í Fossvogi. Ráðherra gagnrýndi að á sama tíma og reynt væri að kalla eftir ungu fólki til starfa á spítalann, og kynna hann sem spennandi starfsvettvang kæmu ályktanir á „færibandi“ um hversu mikill skelfingar- vettvangur spítalinn væri. „Á þessum fundi verð ég að leyfa mér að bera [ástandið] til dæmis saman við það ef háskólarektor og háskólaráð myndu glíma við það frá degi til dags að einstaka deildir háskólans, kennarafélög, stigu fram og segðu að það væri sennilega mjög óráðlegt að stunda nám við Háskóla Íslands. Vegna þess að það væri lélegur skóli, slök kennsla og að öllum líkindum væru rannsóknir þar ekki mjög merki- legar,“ sagði hún og lagði með þessari samlíkingu áherslu á mál sitt. „Orð eru til alls fyrst og þess vegna hef ég sagt að ég myndi vilja eiga fleiri hauka í horni þar sem eru læknar, því læknar eru best menntaða stéttin á Íslandi, leiðtogar í sínu fagi og leiðtogar í því að byggja upp heilbrigðisþjónustu til lengri tíma,“ sagði hún. „Ég myndi vilja sjá að læknar tækju það hlutverk alvarlega og horfðu til lengri framtíðar í því að vera með að byggja upp þjónstuna. Að vera með í því að tala um það sem eru áskoranir og hvernig við getum snúið bökum saman í því að bæta þjónstuna.“ Ábyrgð liggi í sögðum orðum Hún sagði umræðuna nú enduróma að íslenskt heilbrigðiskerfi væri orðið gjald- þrota, það væri ónýtt. „Ég vil skilja það eftir hér að í því felst ábyrgð hvernig talað er.“ Hún minnti á ábyrgð Læknaráðs. „Ég Heilbrigðisráðherra bað lækna um að hætta að tala spítalann niður Það hitnaði á fundi heilbrigðisráðherra og Læknaráðs Landspítala þegar ráðherra bað um að læknar drægju úr gagnrýni á spítalann í fjölmiðlum. Ragnar Freyr Ingvarsson sagði það stríða gegn læknaeiðnum að þegja um ástandið og Björn Rúnar Lúðvíksson sagði ástandið aldrei hafa verið verra á spítalanum, hann sigli brátt í strand
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.