Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - feb. 2020, Blaðsíða 56

Læknablaðið - feb. 2020, Blaðsíða 56
108 LÆKNAblaðið 2020/106 Kristófer Þorleifsson form. öldungadeildar LÍ Dagana 22.-24. ágúst í fyrra fóru 26 manns í ferð öldungadeildar norður á Standir. Lagt var upp frá Hlíðasmára, ekið var yfir Holtavörðuheiði og komið niður í Hrútafjörð og áð á Borðeyri. Þar var nesti borðað, nýjar heimabakaðar kleinur og flatbrauð með hangikjöti. Þessu var rennt niður með heitu kaffi og að því loknu var boðið upp á dálitla brjóstbirtu, rautt, hvítt og bjór. Borðeyri má sannarlega muna sinn fífil fegurri, en þar búa í dag innan við 20 manns. Fyrr á öldum var Borðeyri í tölu meiriháttar siglinga- og kauphafna. Nafn eyrarinnar er dregið af því að þegar Ingi- mundur gamli fór í landaleit, sumarið eftir að hann kom til Íslands, fann hann þar nýrekið viðarborð og nefndi eyrina Borð- eyri eftir því. Frá Borðeyri var síðan haldið áfram og komið við í Sauðfjársetrinu á Sævangi í Strandabyggð sem áður var félagsheimili Strandamanna. Safnið var skoðað undir leiðsögn forstöðumanns sem flutti stutt fræðandi erindi um safnið. Að því loknu var sest að kaffi og vöfflum með rjóma. Leiðin lá síðan til Hólmavíkur þar sem hópurinn skoðaði Galdrasafnið. Síðan áfram til Djúpuvíkur og virtu ferðalangar fyrir sér hrikalega og ægifagra náttúruna eins og Kaldbakshorn og Kaldbaksvík og Veiðileysufjörð. Þegar komið var á Hótel Djúpuvík um kvöldmatarleytið var sest að dýrindis kvöldverði. Þar tók á móti okkur hótelstjórinn, tengdasonur staðarhaldara, Magnús Karl Pétursson alnafni og barna- barn kollega okkar. Eftir nærandi nætursvefn og góðan morgunverð var haldið í skoðunarferð í síldarverksmiðjuna undir leiðsögn Héðins Ásbjörnssonar, sonar hjónanna Evu og Ásbjarnar staðarhaldara í Djúpuvík. Verk- smiðjan er í dag safn sem sýnir vinnslu- ferlið eins og það var í húsinu. Í hundruðir ára var landbúnaður aðalatvinnuvegurinn í héraðinu, en saga Djúpavíkur hefst árið 1917 þegar Elías Stefánsson setti þar á stofn síldarsöltunar- stöð. Þetta breytti lífi fólks, en síðan varð Elías gjaldþrota í kreppunni miklu árið 1929. Árið 1934 var hafist handa við byggingu síldarverksmiðju á Djúpuvík og aðeins rúmu ári síðar var farið að framleiða bæði síldarmjöl og lýsi. Veiðin var mjög góð og verksmiðjan malaði gull. Framkvæmdin var of stór fyrir íslenska bankakerfið og hafði Landsbankinn ekki bolmagn til að veita lán til byggingarinn- ar. Forráðamenn fyrirtækisins leituðu því á náðir dansks banka til að fá lán. Svo vel gekk reksturinn að eftir eitt ár voru vextir greiddir af láninu og eftir tvö ár í rekstri var lánið greitt upp. Þegar síldarverksmiðjan var full- byggð var hún langstærsta steinsteypta bygging á Íslandi. Enn þann dag í dag er hún gríðarstór, 90 metra löng á þremur hæðum. Verksmiðjan var útbúin öllum fullkomnustu tækjum til síldarbræðslu og vinnslu á mjöli. En tímarnir breyttust. Afl- inn náði hámarki á svæðinu sumarið 1944, en eftir það minnkaði síldarstofninn hratt. Eftir nokkrar misheppnaðar tilraunir til nýrra notkunarmöguleika var verksmiðj- unni endanlega lokað árið 1954. Þegar allt var í blóma á Djúpuvík var þar bæði versl- un, bakarí og læknir. Eftir skoðunarferðina var ekið norður á Gjögur þar sem eitt sinn var blómleg byggð en enginn býr nú. Þaðan var haldið áfram um Trékyllisvík og út í Norðurfjörð og komið við í gamla kaupfélaginu, en þar hófst verslunarrekstur á ný í júní 2019 á vegum „Verzlunarfélags Árneshrepps“. Frá kaupfélaginu var haldið yfir í „Kaffi Norð- Ferð í Árneshrepp á Ströndum Hópmynd sem tekin var fyrir framan hótelið í Djúpuvík. Mynd: Héðinn Ásbjörnsson. Ö L D U N G A D E I L D
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.