Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - feb. 2020, Blaðsíða 38

Læknablaðið - feb. 2020, Blaðsíða 38
90 LÆKNAblaðið 2020/106 ástand. Við söknum þess að sjá áætlanir settar fram. Þetta er ákall eftir því.“ Engar áætlanir séu til að mynda fyrir inflúensutímabilið sem brátt haldi innreið sína. „Núll,“ segir Ragnar. „Við erum verr undirbúin í ár en í fyrra. Við erum með fleiri sjúklinga. Við erum með lamaðra sjúkrahús en í fyrra. Við erum með sjúkrahús þar sem tannhjólin eru ósam- stillt. Þau eru hægt og bítandi að stoppa.“ Björn nefnir að hann vilji sjá arðsemis- útreikninga en ekki aðeins útreikninga á kostnaði. Fráleitt sé að hafa fólk á biðlist- um til að mynda eftir liðskiptaaðgerðum því arðsemin af því að hafa fólk fullvirkt sé slík. „Heilbrigðiskerfið er arðsamasti at- vinnuvegur þjóðarinnar. Ég fullyrði það. Margfalt arðsamari en sjávarút- vegurinn. Við þurfum að sýna þessar tölur.“ Vandinn sé fjárhagslegs eðlis og arðsemin látin afskipt. Úrræði nauðsynleg En hver eru úrræðin að þeirra mati? Báðir hafa þeir nóg af hugmyndum, svo sem: Heimahjúkrun, sjúkrahús í heimahúsum, þróa bráðagöngudeild, stækka deildir og vera með áætlanir miðað við fólksfjölgun og tækniframfarir. Ragnar segir brýnast að fá hjúkrunarfræðinga til starfa á þeirra forsendum og að spítalinn verði að leita í eigin ranni. Fjöldi hjúkrunarfræðinga vinni á Landspítala en ekki við hjúkrun. „Við erum með frábæra verkefnastjóra, millistjórnendur og fólk í ýmsum hlut- verkum sem ekki lúta að klínísku starfi. Við þurfum að forgangsraða svo þeir sinni klínísku starfi samhliða rétt eins og vel- flestir læknar gera. Björn bendir á að spítalinn eigi að snú- ast um þriðja stigs þjónustu eins og segi í heilbrigðisstefnu ráðherra. „En spítalinn sinnir margvíslegum öðrum verkefn- um.“ Almennu legudeildirnar, þar sem sérgreinalækningar séu stundaðar, séu of veikburða. „Sérgreinarnar eigi að vera sterkar og öflugar á spítalanum en al- mennum lækningum, forvörnum og öðr- um verkefnum á að sinna utan hans.“ Björn segir svo mörg spjót standa á læknum. „Ég man ekki eftir öðru eins. Valdleysi, stjórnskipulagið, þessi drög að nýrri heilbrigðislöggjöf og staða vísinda- og kennslu sem er hræðileg. Það þurfa að verða allsherjar umskipti hvað varðar sýn manna á vísindi og um hvað þau snúast.“ Mikilvægt að láta í sér heyra Þeir eru á því að mikilvægt sé að tjá sig. „Maður verður að kvarta við þann sem ræður,“ segir Ragnar. „Það gengur ekki að barma sér inni á kaffistofu.“ Hann hafi lýst áhyggjum sínum við sinn yfirmann. „Það virðist ekki hafa dugað til. Ég veit hún hlustar og lætur sinn yfirmann vita en það sem við segjum nær ekki til þeirra sem öllu ráða. Ég fékk einstakt tækifæri til að ávarpa ráðherra. Maður verður að nýta það.” Björn segir að halda verði því til haga að ráðherra hafi mildað orð sín. „Ég er ánægður þegar fólk sér að sér, skiptir um skoðun og tekur þátt í opinberum umræð- um. Ég þoli ekki þegar fólk þorir ekki að segja hug sinn og/eða sem er verra, eins og ég upplifi í dag, að þeir sem tjá sig og eru erfiðir hljóti ekki áframhaldandi framgang eða upplifa að þeir eiga í erfiðleikum með að koma málum sínum áfram. Það er ekki gott,“ segir hann. En er það svo? „Já, þeim hefur ekki verið launað með framgangi í starfi. Þeir hafa frekar lent í vandræðum með að koma málum sínum áfram. Menn hafa því verið hræddir við að tjá hug sinn opinberlega. Það er ekki gott,“ segir Björn. En óttast Ragnar það? „Nei. Það væri fráleitt að vera refsað þegar manni gengur gott eitt til. Maður er að benda á ástand, ekki einstaklinga.“ Staða læknis á sjúkrahúsinu Vogi er laus til umsóknar Sóst er eftir lækni með áhuga á meðferð og þjónustu við fólk með fíknsjúkdóm og fjölskyldur þeirra. Hæfniskröfur Sérfræðilæknir úr flestum sérgreinum kemur til greina, s.s. geðlækningum, heimilislækningum og lyflækningum. Almennur læknir án sérfræðimenntunar kemur einnig til greina. Starfið krefst færni í mannlegum samskiptum og teymisvinnu, ásamt skipulögðum vinnubrögðum. Starfið er fjölbreytt og gefandi og felst í daglegri læknisþjónustu á sérhæfðu sjúkrahúsi ásamt vaktþjónustu. Starfið nýtist vel hverjum sem reynir, enda kemur fíknsjúkdómur við sögu í flestum sérgreinum læknisfræðinnar. Helst er óskað eftir lækni í 100% starf en hlutastarf kemur til greina. Kjör fara eftir kjarasamningi fjármálaráðherra og Læknafélags Íslands. Umsóknum skal skilað á Sjúkrahúsið Vog, Stórhöfða 45, 110 Reykjavík eða í tölvupósti á saa@saa.is. Nánari upplýsingar veitir Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri s. 824 7602, netfang: valgerdurr@saa.is Staða læknis laus til umsóknar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.