Læknablaðið - feb. 2020, Blaðsíða 53
LÆKNAblaðið 2020/106 105
Stjórnkerfi Landspítala skv. lögum
Um almannafyrirtæki, þar með talið rík-
isspítala, gildir lögmætisregla. Það þýðir
að skipulag og verkefni þeirra skal vera
ákvörðuð af Alþingi með lögum. Ákvarð-
anir forstjóra mega ekki brjóta í bága við
lög og forstjóri hefur ekki sjálfdæmi um
skipulagningu starfseminnar. „Íslenskum
fyrirtækjum er ekki liðið að sniðganga
lög,“ sagði Katrín Jakobsdóttir á Alþingi
þann 18. nóvember 2019. Hljóta þau orð
ekki síst að eiga við ríkisfyrirtæki í einok-
unarstöðu.
Í gildandi lögum um heilbrigðisþjón-
ustu frá árinu 2007 eru skilgreind þrjú
ábyrg stjórnunarlög á Landspítala. Mynd
1 er einfölduð teikning höfundar af hinu
lögboðna skipulagi. Þetta er faglegt og
eðlilegt skipulag, líkt bestu lækninga-
stofnunum erlendis. Löggjafinn heimilar
forstjóra ekki að stýra fagstarfseminni
enda er engin krafa gerð til hans um fag-
kunnáttu. Forstjóra er EKKI HEIMILT að
framselja til undirmanna sinna ábyrgð og
vald sem löggjafinn ætlar aðilum sem búa
yfir sérstakri faglegri kunnáttu (til dæmis
framkvæmdastjóra lækninga og yfirlækn-
um skv. 10. grein laganna). Ábyrgð yfir-
lækna sérgreina og sérdeilda er lögboðin.
Tilgangurinn er að tryggja sjúklingum
bestu lækningar eins og umboðsmaður
Alþingis hefur rökstutt í álitum sínum.
Hví skyldi slík ábyrgð vera betur falin
öðrum?
Yfirlæknisábyrgð (höfuðlæknisábyrgð)
er skýr á öllum helstu spítölum heims;
fyrir sjúklingana, ekki læknana. Hefur
höfuðlæknisábyrgð staðið lítt breytt í ís-
lenskum lögum í að minnsta kosti 70 ár.
Um mikilvægi höfuðlæknisábyrgðar og
forsendur lögboðins skipurits Landspít-
ala fjallaði umboðsmaður Alþingis í
fyrrgreindum álitum. Með vísan í öryggi
sjúklinga og álit umboðsmannns hafnaði
Alþingi lagabreytingartillögu heilbrigð-
isráðuneytisins árið 2007 þess efnis að
fella höfuðlæknisábyrgð og læknaráðið
úr lögum. Um það má lesa í lögskýringar-
gögnum. Hvers vegna ráðuneytið vill fella
Mynd 2 A og B. Ófaglegt og ólöglegt sjúkrahús.
A. Einfölduð mynd höfundar af skipuriti Landspítala sem tók gildi 1. október 2019.
B. Skipurit forstjóra samþykkt af ráðherra sem tók gildi 1. október 2019.