Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - feb. 2020, Blaðsíða 27

Læknablaðið - feb. 2020, Blaðsíða 27
LÆKNAblaðið 2020/106 79 Y F I R L I T Inngangur Megineinkenni heilkennis afturkræfs æðasamdráttar í heilaæðum (Reversible cerebral vasoconstriction syndrome, RCVS) eru endurtek- in þrumuhöfuðverkjaköst (thunderclap headache) sem geta minnt á höfuðverk við sjálfsprottna innanskúmsblæðingu (spontaneous subarachnoid hemorrhage) en einkar mikilvægt er að greina þar á milli. Í sumum tilfellum fylgja staðbundin taugaeinkenni. Æða- myndatökur geta sýnt fram á þrengingu heilaæða og það sem er mest sérkennandi er að með endurteknum rannsóknum sést að æðaherpingurinn eykst og minnkar tiltölulega hratt með tím- anum. Þessar æðabreytingar ganga yfir af sjálfu sér á einum til þremur mánuðum.1-3 Þó svo að flestir sem greinast með RCVS hafi höfuðverkjaköst sem einu einkennin, verður um þriðjungur fyr- ir heilaslagi.4-7 Öfugt við æðabreytingarnar sem ganga yfir, geta heilaslögin skilið eftir sig fötlun og jafnvel leitt til dauða.2,8,9 Þrátt fyrir að RCVS sé líklega algengasta ástæða endurtekins þrumuhöfuðverkjar er það aðeins á síðustu 15 árum sem sjúk- dómurinn hefur verið skilgreindur og fengið nafnið RCVS. Það er því mikilvægt að kynna heilkennið fyrir íslenskum læknum. Snemmbær greining er mikilvæg til þess að veita rétta meðferð og forðast óþarfa rannsóknir. Greiningin getur þó verið vandasöm þar sem einkenni og teikn skarast við innanskúmsblæðingu og æðabólgu í miðtaugakerfinu. Í þessari grein verður fjallað um far- Heilkenni afturkræfs æðasamdráttar í heilaæðum – ein helsta ástæða endurtekins þrumuhöfuðverkjar Ólafur Sveinsson læknir1 Áskell Löve læknir2 Vilhjálmur Vilmarsson læknir2 Ingvar H. Ólafsson læknir3 1Taugalækningadeild, 2röntgendeild, 3taugaskurðdeild Landspítala. Fyrirspurnum svarar Ólafur Sveinsson, olafursv@landspitali.is Á G R I P Heilkenni afturkræfs æðasamdráttar í heilaæðum (RCVS) einkennist af skyndilegum svæsnum höfuðverk (þrumuhöfuðverk) og þrengingu heilaæða, með eða án staðbundinna taugaeinkenna. Sjúkdómurinn er þrefalt algengari meðal kvenna og meðalaldurinn er um 45 ár. Í um 60% tilfella finnst orsök, oft eftir inntöku æðavirkra efna. Þótt meingerðin sé óþekkt er almennt talið að um tímabundna vanstill- ingu á æðaspennu sé að ræða. Sjúkdómurinn hefur yfirleitt góðar horfur en helstu fylgikvillar eru staðbundnar innanskúmsblæðingar yfir heilaberkinum og heiladrep eða heilablæðingar sem geta haft viðvarandi fötlun í för með sér. Æðamyndataka sýnir æðaþrengingar og æðavíkkanir á víxl sem ganga til baka á næstu 12 vikum. Kalsíumhemlar á borð við nímódipín minnka tíðni svæsinna höfuð- verkjakasta en ekki er víst að lyfið hafi áhrif á algengi blæðinga eða heilablóðþurrðar. aldsfræði, áhættuþætti, meingerð, einkenni, greiningu og meðferð RCVS. Faraldsfræði Aldursdreifing sjúklinga með RCVS er mikil og hefur verið lýst hjá sjúklingum á aldrinum 13-70 ára.4 Meðalaldur er um 45 ár og sjúk- dómurinn er um þrefalt algengari meðal kvenna.4,10 Þannig er hinn dæmigerði sjúklingur kona á yngri fullorðinsárum. Athyglis vert er að karlmenn með RCVS eru að meðaltali 10 árum yngri við greiningu en konur.4 Nákvæmt nýgengi er ekki þekkt en fer vax- andi, líklega bæði vegna aukinnar vitundar lækna og betri æða- myndgreiningar með segulómun og tölvusneiðmyndum. Orsakir og meingerð Þó að meingerðin sé ekki fyllilega þekkt er almennt talið að um tímabundna vanstillingu á æðaspennu (vascular tone) sé að ræða.2 Þessi truflun getur verið af óþekktum orsökum, en meðal þekktra orsaka er inntaka æðavirkra lyfja og nýafstaðin fæðing barns. Í um 25-60% tilfella er hægt að finna undirliggjandi orsök.11 Á undanförnum árum hafa birst ógrynni tilfellarannsókna þar sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.