Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - feb. 2020, Blaðsíða 28

Læknablaðið - feb. 2020, Blaðsíða 28
80 LÆKNAblaðið 2020/106 Y F I R L I T RCVS er tengt við mismunandi orsakir. Þegar lyf eru orsökin er ekki eingöngu um að ræða lyf sem sjúklingur hefur nýlega byrjað að taka heldur getur viðkomandi einstaklingur hafa tekið lyfið í langan tíma, bæði reglulega eða eftir þörfum.11 Í um 20-40% tilfella er saga um mígreni, en óvíst er hvort mígrenisjúkdómurinn sem slíkur geti aukið áhættu á RCVS eða hvort um sé að ræða áhrif æðaherpandi mígrenilyfja (triptan-lyfja).12 Flysjun á hálsæðum hefur einnig verið tengd RCVS, en óljóst er hvort það er orsök eða afleiðing. Í einni tilfellaseríu af RCVS höfðu 12% samtímis flysjun á hálsæðum og í annarri tilfellaseríu af einstaklingum með flysjun í hálsæðum þróuðu 7% með sér RCVS.13 Meinafræðisýni úr fólki með RCVS hafa ekki sýnt fram á æðabólgu.14 Æðavirk lyf Lyf sem geta valdið RCVS eru meðal annars sértækir serótón- in endurupptökuhemlarar og öll örvandi α-adrenhermandi lyf, gjarnan þau sem notuð eru til að draga úr bólgu í slímhúð nefs, vissar megrunartöflur og náttúrulyf. Óleyfileg efni á borð við kókaín og amfetamín hafa verið tengd RCVS og hafa höfundar séð nokkur slík tilfelli. Í Frakklandi er kannabis algengasta ástæðan.2,4 Eftir barnsburð RCVS hjá konum eftir barnsburð hefst í flestum tilfellum á fyrstu þremur vikunum eftir eðlilega fæðingu barns.9,15 Í um 50-70% til- fellanna hafa þó verið notuð æðaherpandi lyf, aðallega svokölluð ergot-lyf sem notuð eru til meðferðar á blæðingum eftir barns- burð, eða lyf sem koma í veg fyrir mjólkurmyndun (brómókriptín og metergín).9 Klínísk einkenni Höfuðverkur Endurtekinn þrumuhöfuðverkur í eina til fjórar vikur ætti að vekja sterkan grun um RCVS.2 Greiningarskilmerki má sjá í töflu I. Verkurinn er yfirleitt báðum megin í höfðinu, og situr gjarnan aft- arlega. Oftast er höfuðverkurinn eina einkennið (70-80% tilfella)4 en honum getur fylgt ógleði, uppköst og ljósfælni. Sjúklingar með þekkt mígreni lýsa skyndilegri og svæsnari höfuðverk en við mígreni. Flestir lýsa vægum stöðugum höfuðverk á milli kastanna. Meirihluti sjúklinga lýsir að minnsta kosti einum útleysandi þætti: kynlífi, líkamlegri áreynslu, hósta, hnerra eða skyndilegum höf- uðsnúningi.2,4 Ólíkt innanskúmsblæðingu af völdum sprungins Mynd 1b. Eftirfylgd með æða- myndatöku með tölvusneiðmynd (CTA) af sama sjúklingi sem sýnir eðlilegt útlit heilaslagæða eftir að sjúkdómskastið er gengið yfir. Mynd 1a. Æðamyndataka með tölvusneiðmynd (CTA) eftir inn- dælingu skuggaefnis í æðakerfi. Myndirnar sýna aflangar mjúkar þrengingar og víkkanir á víxl í heilaslagæðum, mest áberandi í fremri hjarnaslagæðum (a. cerebri anterior) á hliðarsýn (lateral view) og í mið- hjarnaslagæðum á sýn að framan (anterior view) (sjá örvar).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.