Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - feb. 2020, Blaðsíða 42

Læknablaðið - feb. 2020, Blaðsíða 42
94 LÆKNAblaðið 2020/106 Bráðamóttakan í vanda Alexander segir marga kvarta yfir þjón- ustunni hér á landi. „En ég veit að kerfið er gott. Hér er veitt ótrúlega góð þjónusta. Á Landspítala er afar gott starfsfólk. Ís- lendingar vita ekki hvernig þetta getur verið.“ Starfsandinn milli heilbrigðisstétta sé eftirtektarvert góður. Alexander hefur unnið víða á Landspít- ala, bæði nú í sérnáminu og á kandídatsár- inu, meðal annars á bráðamóttökunni og nú í hreyfiteyminu sem tekur á móti sjúk- lingum af bráðamóttöku á lyflækninga- svið. „Ég er sammála Má Kristjánssyni lækni,“ segir hann. Bæta þurfi úr stöðunni á bráðamóttökunni. „Við vorum með sjúkling með hjarta- drep frammi á gangi. Hann var ekki í mónitor, því þar var enginn. Það var fáránlegt. Öryggi sjúklings þarf að vera í fyrirrúmi. Þeir eiga ekki að vera frammi á gangi. Þetta ástand er ekki gott.“ Vandinn sé ekki einangraður við bráðamóttökuna. „Þetta er vandi Landspítala,“ segir hann og bendir á fráflæðisvandann. „Vandinn er ekki plássleysi á bráðamóttökunni heldur vantar pláss á Landspítala.“ Það skorti fjármagn. „Hingað koma fleiri og fleiri sjúklingar. Fólk er að eldast. Við þurfum að gefa við- eigandi þjónustu en ekki spara peninga. Við eigum ekki að spara peninga á kostn- að öryggis sjúklings.“ Finnur ekki fyrir fordómum En hvernig taka sjúklingar erlendum lækni? „Í rauninni allt í lagi. Fólk spyr oft hvaðan ég komi. Einstaka sinnum vill sjúklingur eða aðstandandi ekki tala við mig.“ Svo hafi það gerst að barn hafi viljað íslenskan lækni. „Ef barn vill íslenskan lækni fær það íslenskan lækni. Ég velti því ekki frekar fyrir mér hvað það var að hugsa.“ Spurður hvort hann finni fyrir fordóm- um fyrir því að læra grunnnámið í Rúss- landi eins og hann gerði eða Ungverja- landi og Slóveníu svarar hann að námið þar ytra sé afar gott en kerfið ólíkt. Nem- arnir þurfi að læra á það. „Þetta eru góðir læknar og ég hef ekki hitt lækni hér á landi sem ekki er góður. Þetta er samvinna og hér vinna heil- brigðisstéttirnar saman,“ segir hann. Það sé ólíkt því sem sé í Rússlandi þar sem samvinnan sé ekki eins rík og hjúkrunar- fræðingar tróni yfir læknum. „Ég finn ekki fyrir fordómum innan spítalans heldur stuðningi heilbrigðis- starfsmanna.“ Lærði íslensku á Landspítala Hann segir frá því að hann hafi ekki kunnað mörg orð þegar hann hóf störf á Landspítala. Hann hafi ekki kunnað að kynna sig á íslensku eða þylja upp kennitöluna. „Ég fór á námskeið hjá Mími en mér fannst það gagnlaust, enda fáar stundir á viku. Ég lærði íslensku í vinnunni, 8 klukkutíma á dag, 5 daga vik- unnar.“ Á þremur mánuðum hafi hann lært nóg til að fá pláss á kandídatsári. „Íslenska tengd læknisfræði er í lagi. Það er erfiðara að tala um það sem ekki tengist læknis- fræðinni. Ef sjúklingur er með andlega vanlíðan, þá er það frekar erfitt fyrir mig.“ En hvernig er á Íslandi? „Mjög gott,“ segir hann. „Oft er spurt hvað sé best á Íslandi. Mér finnst það ekki náttúran held- ur íslenskt fólk. Allir eru svo næs. Hér er lítið um glæpi. Hér er öruggt,“ segir hann. „Fólk brosir en það gerir það ekki í Rúss- landi,“ segir hann og hlær. Hann sér ekki fyrir sér að starfa sem læknir í Rússlandi í framtíðinni. „Ég sakna matarins en ég sakna ekki Rússlands.“ Alls hafa 415 erlendir læknar fengið starfsleyfi hjá Embætti landlæknis frá árinu 2000. Þar af fengu 35 erlendir læknar starfsleyfi árið 2019. Alls 24 læknar fengu útgefið starfs- leyfi eftir próf en höfðu upphaflega starfsleyfi erlendi s frá og 33 læknar þar sem upphaflegt útgáfuland starfsleyfis er bæði Ísland og erlent land. Læknar sem hafa starfsleyfi hér á landi eru frá 33 löndum, 17 þeirra landa eru utan Evrópu. Samkvæmt tölum Landspítala eru um 45 erlendir læknar á skrá um 5% af heildinni. Starfshlutfall fjórðungs þeirra er sagt lítið. Almennt séu erlendir starfsmenn um 6% af heildarmannafla spítalans. Samkvæmt svörum Embættisins hef- ur einum erlendum lækni verið synjað um almennt lækningaleyfi (2018) og tveimur um sérfræðileyfi (2014 og 2019) en ekki almennt leyfi. Læknablaðið spurði Embættið einnig út í það verkferli að læknir þurfi að hafa ráðningarsamning til að fá lækn- ingaleyfi og sagðist Embættið starfa eftir 16. grein reglugerðar nr. 467/2005 um menntun, réttindi og skyldur lækna og skilyrði til að hljóta almennt lækn- ingaleyfi og sérfræðileyfi. „Ef viðkomandi er utan EES þarf hann að skila inn ráðningarsamningi eða staðfestingu um vilyrði fyrir starfi í íslensku heilbrigðiskerfi,“ segir í svör- unum. „Embættið telur ekki þörf að gera breytingar á þessum kröfum,“ segir það og bendir á að kröfurnar eigi við um allar löggildar heilbrigðisstéttir, ekki eingöngu lækna. 415 erlendir læknar fengið starfsleyfi frá aldamótum „Við vorum með sjúkling með hjartadrep frammi á gangi. Hann var ekki í mónitor, því þar var enginn. Það var fáránlegt. Öryggi sjúklings þarf að vera í fyrirrúmi. Þeir eiga ekki að vera frammi á gangi. Þetta ástand er ekki gott.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.