Læknablaðið - feb. 2020, Blaðsíða 26
78 LÆKNAblaðið 2020/106
Xarelto 15 mg og 20 mg filmuhúðaðar töflur – Skyldutexti
Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Tilkynna
skal Lyfjastofnun um allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu. Virkt efni: Rivaroxaban. Ábendingar:
Fyrirbyggjandi meðferð gegn heilaslagi og segareki hjá fullorðnum sjúklingum með gáttatif án lokusjúkdóms og einn
eða fleiri áhættuþætti, svo sem hjartabilun, háþrýsting, aldur ≥ 75 ára, sykursýki, sögu um heilaslag eða skammvinnt
blóðþurrðarkast. Meðferð við segamyndun í djúplægum bláæðum og segareki í lungum og til að fyrirbyggja endurtekna
segamyndun í djúplægum bláæðum og segarek í lungum hjá fullorðnum. Frábendingar: •Ofnæmi fyrir virka efninu eða
einhverju hjálparefnanna. •Virk blæðing sem hefur klíníska þýðingu. •Áverki eða ástand þar sem talið er að hætta geti verið
á mikilli blæðingu. Um getur verið að ræða sár sem er eða hefur nýlega verið í meltingarvegi, illkynja æxli þar sem mikil hætta
er á blæðingu, nýlegan áverka á heila eða mænu, nýlega aðgerð á heila, mænu eða auga, nýlega innankúpublæðingu,
þekkta æðahnúta í vélinda eða grun um slíkt, missmíði slag- og bláæðatenginga, æðagúlp, eða mjög afbrigðilegar æðar
í mænu eða heila. •Samhliða meðferð með öðrum segavarnarlyfjum, t.d. ósundurgreindu (unfractionated) heparíni, léttu
(low molecular weight) heparíni (enoxaparin, dalteparin o.s.frv.), heparín afleiðum (t.d. fondaparinux), segavarnarlyfjum
til inntöku (warfarín, dabigatran etexilat, apixaban o.s.frv.), nema við þær sérstöku aðstæður að verið sé að skipta um
blóðþynningarmeðferð eða ef ósundurgreint heparín er gefið í skömmtum sem duga til að viðhalda opnum æðalegg í
miðlægri bláæð eða slagæð. •Lifrarsjúkdómur með blóðstorkutruflunum og blæðingarhættu sem hefur klíníska þýðingu
þar með talið hjá sjúklingum með skorpulifur af flokki Child Pugh B og C. •Meðganga og brjóstagjöf. Markaðsleyfishafi:
Bayer AG. Heimild: Unnið í nóvember 2019 úr Samantekt á eiginleikum lyfs (október 2019). Nálgast má upplýsingar um
lyfið og samantekt á eiginleikum þess, fylgiseðil, verð og greiðsluþátttöku á vef Lyfjastofnunar, www.serlyfjaskra.is.
Vinsamlegast kynnið ykkur fræðsluefni ætlað læknum og sjúklingum áður en meðferð lyfsins hefst. Afhenda
skal öllum sjúklingum öryggiskort áður en meðferð er hafin. Vinsamlegast hafið samband við umboðsaðila lyfsins
(Icepharma hf.) í síma 540 8000 ef óskað er eftir fræðsluefni fyrir lyfið.
BAY191101
Gautshamar í Ísafjarðardjúpi
til leigu sumarið 2020
Gautshamar í Þernuvík er stórglæsilegt sumarhús sem er útbúið öllum helstu þægindum. Á aðalhæð hússins er gott
eldhús með uppþvottavél og gott aðalrými með stofu, borðstofu og setkrók. Þar er baðherbergi með sturtu og tvö
svefnherbergi með hjónarúmum þar sem fjórir geta sofið. Á efri hæðinni er stórt svefnherbergi með tveimur tvíbreið-
um rúmum, auk þess sem á skörinni er svefnsófi, svo uppi geta sofið allt að sex manns. Úti er grill og stórt borð og
stólar, svo snæða má þar þegar veðursældin í Djúpinu leikur við gestina, en veðurfar þar er almennt gott. Einhver
minnsta úrkoma á landinu og langur sólargangur. Það er stór lóð, þar sem má finna litla tjörn og bú, þar sem yngri
kynslóðin getur dundað sér.
Sumarkvöld í Þernuvík er töfrum líkast. Þegar best lætur rúllar sólin sér hægt og rólega niður norðvesturhlíðina þar
til hún sekkur í sæ. Það er yndislegt að sitja framan við hús og njóta þessa sjónarspils við fagran undirleik fuglanna
í víkinni og þá sérstaklega æðarfuglsins sem virðist af hljóðunum að dæma hafa það huggulegra en flestar aðrar
fuglategundir. Ef veðrið er ekki sem best til útiveru er útsýnið innan úr bústaðnum ekkert tilkomuminna.
Þernuvík er í miðju Ísafjarðardjúpi, sem er einn stærsti fjörður landsins. Úr honum ganga fjölmargir firðir og víkur, eða
níu firðir að sunnanverðu, auk Jökulfjarða sem finna má handan Djúpsins. Úr Þernuvík má nýta sér fjölmarga kosti til
dagsferða og styttri ferða. Stutt er í jarðhitasvæði og því talsvert um heitar náttúrulaugar innan seilingar. Á göngu-
korti sem útbúið hefur verið fyrir Íafjarðardjúp má finna nokkrar gönguleiðir í nágrenni Þernuvíkur, flestar eru gamlar
alfaraleiðir og eru þær yfirleitt ekki merktar að öðru leiti en á kortinu. Djúpið er úrvalsstaður til að njóta fagurs útsýnis
á sama tíma og hægt er að marinera sig í heitum laugum og er innan við tuttugu kílómetra akstur í þrjár slíkar:
Reykjanes, Heydal og Hörgshlíð.
■ Síðasti dagur til að sækja um páska 2020 er sunnudagurinn 8. mars 2020 ■ Síðasti dagur til að
sækja um sumar 2020 er sunnudagurinn 19. apríl ■ Einungis er hægt að sækja um orlofshús á orlofs-
vefnum á lis.is
FR
Á
O
R
LO
FS
S
JÓ
Ð
I