Læknablaðið - feb. 2020, Blaðsíða 58
110 LÆKNAblaðið 2020/106
Stefán Steinsson
Heilsugæslulæknir á Akureyri
stefansteinsson@gmail.com
Þegar ég kom í læknadeild Háskóla Ís-
lands var ég nýstiginn upp úr eðlisfræði-
deild við menntaskóla í fjarlægu þorpi.
Þetta var föstudaginn í tuttugustu og
annarri viku sumars sem þetta ár bar
upp á 15. september svo trúarbrögð voru
manni ekki ofarlega í huga. Fyrstu tvö árin
liðu átakalítið við líffærafræði og skyld
mál en það var dálítil drykkja á manni. Ég
var nú svo sem ekki einn. Veturinn 1980-
81 fórum við í veiru-, sýkla- og ónæmis-
fræði með verklegar stundir í lágreistum
bragga á Landspítalalóð. Við okkur tók
djarfur embættismaður og meistari sem
kenndi okkur með miklu brimi og sjáv-
argangi hvernig menn eiga að rækta
fingraför sín á Petriskál. Fyrst ræktuðum
við fingrafar beint utan úr bæ án frekari
þvotta eða samhæfingar: Ræktaðist þá
talsvert magn af bakteríum. Síðan þvoðum
við hendur okkar af skurðstofukenndri
natni án bursta og ræktuðum fingrafar. Þá
ræktaðist miklu meira af bakteríum en á
óþvegnu fingrafari. Skapaðist af þessu frjó
og lífleg umræða en djarfi vísindamaður-
inn hafði tromp á hendi: Tjáði hann okkur
að bakteríur sem ræktuðust úr þvegnu
fingrafari væru hættuminni en þær sem
ræktuðust úr óþvegnu. Við skyldum aldrei
skirrast við handþvott. Þetta staðfestist á
skurðstofugangi með burstum en þó sagði
Röggi snöggi að þessir burstar væru ekki
skynsamlegir. Áður en við fjarlægðumst
vísindamanninn ræktuðum við sprittað
fingrafar: Þá ræktaðist ekkert. Við spurð-
um hvort væri skynsamlegra að spritta
sig en þvo. Svarið var eitt langt ‚Nei‘ með
semingi, ‚það kemur ekkert í staðinn fyrir
góðan handþvott.‘ Ég bætti við með sjálf-
um mér: ‚Látið yður aldrei úr minni líða
sjónarmið Hins eilífa.‘ Samt fengum við
á tilfinninguna að hér væri um að ræða
ritúal. Af og til hefur maður heyrt sömu
umræðu síðan: ‚Jú, sprittun drepur áber-
andi margar bakteríur en ekkert kemur í
staðinn fyrir góðan handþvott.‘ Og stór og
mikil hefðarkona kenndi okkur handþvott
á skurðstofugangi með burstum svo við
burstuðum okkur til blóðs en þó sagði
Röggi snöggi að þessir burstar væru ekki
skynsamlegir.
Um páska 2018 leysti ég af á Seyðis-
firði. Þá réð þar ríkjum síungur læknir.
Hann hafði látið setja upp ljósmyndir af
fingrafararæktun í anda þess sem að ofan
gat. Ekkert ræktaðist af sprittuðum fingri.
Skilaboðin voru þau að fólk mætti þvo sér
eins og það lysti en ekki gleyma sprittun.
Trúarbrögð og ritúal voru ekki fordæmd
en þeim var gerður góður ábætisréttur.
Í aldarbyrjun starfaði ég 2½ ár á Slysó
í Fossvogi. Þar tókum við ýmis ACLS
endurlífgunarnámskeið og fleira og
vorum öll orðin ákaflega sprenglærð af
endurlífgun svo við vorum að drepast sem
stundum gekk upp og stundum ekki. En
skrattakollar á ráðstefnum erlendis birtu
alltaf sömu niðurstöður: ‚Greiðlega hefur
gengið að sýna fram á árangur af grunn-
endurlífgun: Gott stuð er alltaf gott ef
það er gott. En aldrei hefur tekist að sýna
fram á árangur af sérhæfðri endurlífgun.‘
Hana vorum við misgamlir unglæknar
búin að læra svo vel að við fórum með
prótókollana aftur á bak og áfram upp úr
svefni bæði á ensku og íslensku. Ég spurði
einn upprennandi bráðalækni: ‚Hversu líst
þér, aldrei er hægt að sýna fram á gagn af
þessari vorri sérhæfðu endurlífgun?‘ Hann
svaraði mér orðrétt: ‚En ég trúi því að hún
virki.‘ - Þetta var heiðarlegasta dæmi um
trú læknis sem ég hef heyrt.
Í árslok 2017 tók ég áramótavakt á
Vopnafirði sem oftar. Þá heyrði ég út-
varpsrödd eiga viðtal við kvenkyns
skurðlækni. Konan sú sagði frá rannsókn
þar sem færðar hefðu verið sönnur á að
kvenkyns skurðlæknar dræpu færri sjúk-
linga en þeir sem karlkyns eru. Mér kom
þetta ekki á óvart. Á Slysó í aldarbyrjun
höfðum við frændi minn og læknadeildar-
félagi þóst sjá að kvenkyns unglæknar
væru samviskusamari en karlkynið. Þó
vissum við ekki hvort þessi skoðun stafaði
einvörðungu af því að við hefðum alla
tíð verið sjónarmun hrifnari af stelpum
en strákum. Nú. Ég sagði hinum mikla
femínista systur minni í Reykjavík frá
rannsóknarniðurstöðum þeim er vörðuðu
kvenskurðlæknana. Þá svaraði systir mín
að bragði: ‚Það er af því þær fá aldrei neitt
að skera fyrir körlunum.‘ Og ég spurði mig
í þriðja sinn: ‚Eru þetta allt trúarbrögð?‘
Þá spurningu mætti til dæmis taka fyrir á
Læknadögum og ræða þrjá daga í röð. En
ég læt lokið trúarbragðahugleiðingum frá
Akureyri.
Gjört á þriðjudag í þrettándu viku vetr-
ar 2020.
Trúarbrögð
lækna
L I P R I R P E N N A R
Wellion ketónamælir:
• Wellion GLU/KET mælir
• 10 x Glúkósa strimlar
• 1 x skotbyssa fyrir fingur
• 10 x stungunálar
• Veski fyrir mælinn
• Auðlesinn bæklingur
með myndum til útskýringa.
Nánari upplýsingar veitir Júlíus á julius@fastus.is
Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is
WELLION GALILEO GLU/KET
KETÓNAMÆLIR
Gerir þér kleift að mæla ketónagildi og blóðsykurgildi með sama tækinu
Ketó-mataræðið (Ketogenic Diet) er búið að festa sig í sessi hjá stórum hóp Íslendinga.
Margir hafa náð að léttast mikið og aukið vellíðan með ketóna lífsstíl. Mataræðið er notað
af mörgum sem úrræði gegn ýmsum kvillum og fyrir fólk sem vill léttast og lifa heilbrigðu líferni.
Wellion ketóna- og glúkósamælirinn er samþykktur af heilbrigðisstarfsfólki og er notaður á mörgum
háskólasjúkrahúsum víða um Evrópu.
Verð: 6.900 kr
Verð: 3.100 kr
Wellion ketónastrimlar:
• 10 x Ketónastrimlar