Læknablaðið - feb. 2020, Blaðsíða 46
98 LÆKNAblaðið 2020/106
■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
„Við erum heldur betur búin að þurfa að
taka á honum stóra okkar,“ segir Þórar-
inn Ingólfsson, einn eigenda og fram-
kvæmdastjóri lækninga á Heilsugæslunni
Höfða. Stöðin var opnuð 1. júní 2017 og
leiða þeir Gunnlaugur Sigurjónsson lækn-
ir hópinn. „Við vorum með fullmannaða
stöð en mjög fáa skjólstæðinga þegar
hún opnaði,“ segir hann. Þeir voru 2900
forskráðir við opnun og hafi fylgt sínum
heimilislækni á nýjar slóðir.
„Um áramótin 2017 voru þeir 4000
og núna 19.500,“ segir Þórarinn. Á
Heilsugæslunni Sólvangi sem er næst
stærst eru rúmlega 17.000 skráðir.
Hann segir frá því að Heilsugæslan
Höfða hafi verið sú fyrsta sem opnuð var
á 11 ára tímabili. Þörfin hafi verið mikil og
áhrifin af nýju fjármögnunarlíkani augljós,
því samkeppni hafi myndast þegar fólki
var með nýjum samningum gert kleift að
kjósa með fótunum. Þeim hafi fjölgað sem
sækja á heilsugæsluna og fækkað á bráða-
móttöku.
„Ríkisheilsugæslustöðvarnar höfðu
ekki undan.“ Fólk hafi viljað sjá nýja
nálgun á þjónustunni. Þeir hafi lofað fólki
tíma hjá lækni sínum samdægurs. Það
hafi þeim tekist að uppfylla með breyttu
vinnulagi. „Það er engin bið. Sjúklingur-
inn bara mætir.“
Hönnuðu stöðina sjálfir
Þeir Þórarinn og Gunnlaugur fengu stöð-
ina hannaða frá grunni eftir eigin áhersl-
um og hugmyndum. Þeir lögðu áherslu á
að þjónusta sem flesta á sem stystum tíma
og að fólk hitti sinn heimilislækni sem
sé lykilatriði. Læknar á stöðinni eru ekki
bundnir eigin skrifstofu á morgunmót-
töku heldur komi þeir til sjúklinga sinna
í einu af 6 litlum skoðunarherbergjum
stöðvarinnar.
„Hjúkrunarfræðingar hafa þá þegar
tekið stöðuna, dregið blóð eða annað sem
þarf áður en læknir kemur á staðinn. Það
er líka ómetanlegt að hafa myndgrein-
ingarrannsóknir í sama húsi og rann-
sóknarstofu opna allan daginn,“ segir
hann.
„Þannig getum við þjónustað marga á
stuttum tíma en haldið til haga samfellu í
þjónustunni.“
Þrjár biðstofur eru á heilsugæslunni.
Ein fyrir mæðravernd, önnur fyrir vaktina
og sú þriðja fyrir bókaða tíma. Mæðra-
verndin er nú ein sú stærsta á landinu og
yfir 300 konur sem fæddu í fyrra í þjón-
ustu þeirra.
Hann er stoltur af stöðinni, hönnun
hennar og starfsfólki, sem deilir vinnuað-
stöðu í opnu rými á morgnana sem skapar
afar góðan vinnumóral og tækifæri til
faglegs samráðs. „Hér er ekki skilið á milli
hjúkrunarfræðinga og lækna. Hér höfum
við endurmetið hvað læknar gera.“ Það
hafi leitt af sér að læknar stöðvarinnar
séu ekki bundnir eins yfir skriffinnsku og
vottorðagerð.
Valdeflandi að gefa eftir verkefni
„Við læknar þurfum alvöru teymisvinnu.
Við getum ekki gert þetta allt sjálfir. Ef
sílóin sem reist hafa verið um hverja stétt
eru tekin gengur allt betur. Það valdeflir
alla sem við vinnum með.“ Þessi nálgun
hafi skapað jafningjamóral á heilsugæsl-
unni og fólk sé ánægt í starfi. Góð sam-
vinna sé betri fyrir sjúklinga.
„Það er ekki betra fyrir sjúklinginn að
bíða eftir lækni þegar hægt er að leysa
vandann með öðrum hætti,“ segir hann.
Alls 11 læknar eru í fullri vinnu á stöðinni
og tveir í hlutastarfi. Fjöldi sjúklinga hjá
þeim sé ólíkur. Haukur Heiðar Hauksson,
sem hóf störf nokkrum dögum fyrir viðtal,
með ríflega 120 en Þórarinn sjálfur rúm-
lega 1900.
„Samvinna gerir okkur kleift að sinna
fleirum. Við höfum stórkostlegt starfsfólk,
hjúkrunarfræðingarnir, ljósmæðurnar og
ritararnir. Við höfum aldrei auglýst eftir
starfsmanni. Fólk vill gjarnan vinna hérna
og það skiptir máli,“ segir Þórarinn.
Ójafnt gefið af stóra bróður
„Vandinn er ekki að fá starfsfólk. Vandinn
er að reksturinn er undirfjármagnaður.
Við þyrftum að ráða fleiri til að gera enn
betur,“ segir Þórarinn og gagnrýnir stöðu
sjálfstæðrar heilsugæslu gagnvart þeirri
ríkisreknu.
„Vandinn er ójafnræði,“ segir Þórarinn.
„Við sem erum sjálfstætt starfandi berum
skarðan hlut frá borði. Við kvörtuðum
strax yfir því til Samkeppniseftirlitsins
sem rannsakaði málið. Eftirlitið beindi svo
tilmælum til heilbrigðisráðherra haustið
2017 sem ekki hefur verið brugðist við.“
Hann nefnir atriðin. Landspítalinn sé með
samning við ríkisreknar heilsugæslustöðv-
Segir yfirvöld hafa stungið tilmælum
Samkeppniseftirlitsins ofan í skúffu, –
Þórarinn Ingólfsson er ómyrkur í máli
„Þetta hefur verið ævintýri,“ segir einn eigenda að Heilsugæslunni Höfða. Heilsu-
gæslan er orðin sú stærsta á höfuðborgarsvæðinu á aðeins rúmum tveimur og
hálfu ári. Skjólstæðingarnir eru 19.500. Hann gagnrýnir skakka samkeppnisstöðu
sjálfstætt starfandi heilsugæslna gagnvart þeim ríkisreknu og að yfirvöld hafi ekki
farið að tilmælum Samkeppniseftirlitsins um að bæta þar úr.