Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - feb. 2020, Blaðsíða 52

Læknablaðið - feb. 2020, Blaðsíða 52
104 LÆKNAblaðið 2020/106 Páll Torfi Önundarson Höfundur er yfirlæknir blóðmeinafræði á Landspítala og prófessor í blóðsjúkdómum við læknadeild Háskóla Íslands. pallt@landspitali.is Rauður ráðgjafi Heilbrigðisráðherrra hefur lagt fyrir Alþingi frumvarp sem leiða mun meðal annars til niðurfellingar á læknaráði og lögformlegri yfirlæknisábyrgð á Landspít- ala. Frumvarpið lögleiðir einræðisvald einnar manneskju, forstjóra spítalans, við skipulagningu stærstu opinberu stofnunar Íslands. Rekstrarsjónarmið virðast eiga að vega þyngra en fagkunnátta á háskóla- spítala. Breytingarnar eru þær sömu og Alþingi hafnaði árið 2007. Enginn veit hver eða hvaða hagsmunir búa að baki þessum tillögum. Forstjóra Landspítala var ókunnugt um lagabreytingatillögurnar að eigin sögn á fjölmennum fundi lækna- ráðs Landspítala í október síðastliðnum. Sagði forstjórinn tilviljun eina ráða að lagabreytingartillögurnar endurspegli breytingar á skipuriti spítalans sem hann kynnti um miðjan september. Skipuritið stenst ekki lög lesi maður tvö álit Umboðs- manns alþingis (UA, mál nr. 4456/2005 og 9841/2017). Síðara álitið var birt 6. sept- ember 2019, rúmum tveim vikum áður en ráðherra samþykkti skipuritsbreytinguna. Ég hef hagsmuni af ritun þessarar greinar sem sjúklingur framtíðarinnar en ekki sem læknir kominn nálægt lokum míns læknisstarfs eftir 45 ár frá upphafi læknanáms. Mér rennur til rifja að hver ráðherrann á fætur öðrum búi við ófaglega ráðgjöf sem ég tel vera skaðlega öryggi sjúklinga. Staða ráðherra minnir óþægi- lega á ekkjudrottningar íslenskra ævintýra sem voru óheppnar með ráðgjafa sinn, Rauð að nafni, sem þjónaði illa konung- dæminu vegna eigin markmiða. Hvað er Landspítali? Skipta má spítölum í þrennt eftir starfsemi í lækningastofnanir, hjúkrunarstofnan- ir og endurhæfingarstofnanir. Á öllum starfa læknar, hjúkrunarfræðingar og annað sérmenntað starfsfólk. Landspítali er lækningastofnun með kennslu- og vís- indarannsóknahlutverk. Lækningar þar byggja á innfluttri þekkingu langmennt- aðasta fólks þjóðarinnar. Hér verður fjall- að um Landspítala sem lækningastofnun og stjórn hans frá sjónarhóli lækninga en plássins vegna verður ekki fjallað um starf annarra og um háskólahlutverkið. Um stöðu læknisfræðinnar á íslenskum ríkisspítala Mynd 1. Faglegt og löglegt sjúkrahús. S J Ó N A R H O R N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.