Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - feb. 2020, Blaðsíða 11

Læknablaðið - feb. 2020, Blaðsíða 11
LÆKNAblaðið 2020/106 63 R A N N S Ó K N Inngangur Kransæðahjáveituaðgerð er algengasta opna hjartaaðgerðin á Ís- landi1 og er oftast framkvæmd sem valaðgerð en stundum brátt í kjölfar nýlegs hjartadreps, óstöðugra brjóstverkja eða vegna hjartabilunar.2 Hjá sjúklingum sem þarfnast bráðrar aðgerðar, eða hafa verulega skerðingu á slegilstarfsemi fyrir eða eftir aðgerð getur komið til greina að beita meðferð með ósæðardælu (intra aortic balloon pump, IABP).3 Ósæðardæla er helíumfyllt plastblaðra og slanga sem tengd er dælu sem blæs upp og tæmir blöðruna, oftast í takt við hjartalínurit en í takt við slagæðakúrfu ef óregla er mikil á hjartslætti.4 Blöðrunni er komið fyrir gegnum náraslagæð þannig að endi hennar sé í fallhluta ósæðar, rétt neðan við vinstri viðbeinsslagæð (left subclavian artery). Blaðran þenst út við upp- haf þanbils (diastole) sem eykur blóðflæði til kransæða sem undir venjulegum kringumstæðum er langmest í þanbili. Blaðran dregst síðan saman í slagbili (systole) sem minnkar eftirþjöppun (afterload) hjartans og auðveldar því að tæma sig (sjá mynd 1.) Heildaráhrifin eru því þau að ósæðardælan eykur framboð súrefnis til hjarta- vöðvans og minnkar súrefnisþörf hans.5 Notkun ósæðardælu geta fylgt alvarlegir fylgikvillar eins og blæðingar, sýkingar og blóðþurrð í ganglimum.6,7 Auk þess hef- ur gagn af notkun hennar verið dregið í efa.8 Í slembuðu SHOCK II-samanburðarrannsókninni frá 2012 var ekki sýnt fram á að Notkun ósæðardælu við kransæðahjáveituaðgerðir Á G R I P INNGANGUR Ósæðardæla eykur blóðflæði um kransæðar í þanbili og auðveldar vinnu hjartans við að tæma sig í slagbili. Hún er einkum notuð við bráða hjartabilun, en í minnkandi mæli við hjartabilun eftir opnar hjartaskurðaðgerðir þar sem umdeilt er hvort notkun hennar bæti horfur sjúklinga. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna tíðni, ábendingar og árangur notkunar ósæðardælu í tengslum við kransæðahjáveituaðgerðir á Íslandi. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Rannsóknin var afturskyggn og náði til 2177 sjúklinga sem gengust undir kransæðahjáveituaðgerð á Landspítala á tímabilinu 2001- 2018. Sjúklingar sem fengu ósæðardælu voru bornir saman við sjúklinga í viðmiðunarhópi með ein- og fjölþáttagreiningu. Lang- tímalifun og langtímafylgikvillar voru áætluð með aðferð Kaplan- Meiers. NIÐURSTÖÐUR Alls fengu 99 (4,5%) sjúklingar ósæðardælu og var tíðnin hæst árið 2006 (8,9%) en lægst 2001 (1,7%) og breyttist ekki marktækt yfir rannsóknartímabilið (p=0,90). Flestir fengu ósæðardælu fyrir (58,6%) eða í (34,3%) aðgerð, en aðeins 6,1% eftir aðgerð. Heildar- tíðni fylgikvilla var 14,1% og var blæðing frá ísetningarstað algeng- asti kvillinn (4,0%). Tíðni fylgikvilla og 30 daga dánartíðni var hærri í ósæðardæluhópi en viðmiðunarhópi (22,2% á móti 1,3%, p<0,001) og heildarlifun 5 árum eftir aðgerð reyndist síðri (56,4% á móti 91,5%, 95% ÖB: 0,47-0,67) sem og 5 ára MACCE-frí lifun (46,9% á móti 83,0%, 95% ÖB: 0,38-0,58). ÁLYKTUN Innan við 5% sjúklinga fengu ósæðardælu í tengslum við kransæðahjáveitu á Íslandi og hefur hlutfallið lítið breyst á síðast- liðnum 18 árum. Tíðni fylgikvilla og 30 daga dánartíðni var hærri hjá sjúklingum sem fengu ósæðardælu og bæði langtíma- og MACCE- frí lifun þeirra umtalsvert síðri, sem sennilega skýrist af alvarlegra sjúkdómsástandi þeirra sem fengu dæluna. Sunna Lu Xi Gunnarsdóttir1 Erla Liu Ting Gunnarsdóttir1 Alexandra Aldís Heimisdóttir1 Sunna Rún Heiðarsdóttir1 Sólveig Helgadóttir2 Martin Ingi Sigurðsson1,3 Tómas Guðbjartsson1,4 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2svæfinga- og gjörgæsludeild Akademíska sjúkrahússins í Uppsölum, Svíþjóð, 3svæfinga- og gjörgæsludeild, 4hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala. Höfundar eru læknanemar við læknadeild Háskóla Íslands nema Martin Ingi Sigurðsson, Tómas Guðbjartsson og Sólveig Helgadóttir sem eru læknar. Fyrirspurnum svarar Tómas Guðbjartsson, tomasgudbjartsson@hotmail.com notkun ósæðardælu bætti lifun hjá sjúklingum með bráða hjarta- bilun eftir kransæðastíflu.9 Fleiri rannsóknir hafa kannað ár- angur ósæðardælu hjá sjúklingum í losti eftir hjartadrep10,11 en færri rannsóknir hafa kannað árangur ósæðardælumeðferðar hjá sjúklingum í tengslum við hjartaaðgerðir, og þá sérstaklega eftir kransæðahjáveitu.12 Í nýlegri safngreiningu var þó sýnt fram á að notkun ósæðardælu fyrir hjáveituaðgerð lækkaði 30 daga dánar-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.