Læknablaðið - feb. 2020, Blaðsíða 21
LÆKNAblaðið 2020/106 73
R A N N S Ó K N
barna með hömlun má sjá í töflu II. Af þeim 32 börnum sem voru
með hömlun fæddust 20 (62,5%) á fyrri hluta rannsóknartímabils-
ins og 12 (37,5%) á seinni hluta þess.
Áhættuþættir hömlunar
Rannsóknarhópnum (n=189) var skipt í tvennt, börn með hömlun
(n=32) og börn án hömlunar (n=157). Samanburður var gerður á
milli þessara tveggja hópa með tilliti til ýmissa breyta sem tengd-
ust meðgöngu, fæðingu og nýburaskeiði barnanna í þeim tilgangi
að sjá hvort hóparnir væru sambærilegir og til að finna mögulega
áhættuþætti fyrir hömlun. Leiðrétt var fyrir kyni í samanburðin-
um. Ekki reyndist marktækur munur á milli hópanna þegar breyt-
ur er vörðuðu móður og meðgöngu voru skoðaðar. Niðurstöður
einþátta og fjölþátta aðhvarfsgreiningar á öðrum breytum má sjá
í töflu III.
Fjölþáttagreining leiddi í ljós 6 áhættuþætti fyrir hömlun.
Áhættan á hömlun var rúmlega tvöföld fyrir fjölbura samanborið
við einbura (ÁH 2,21; 95% ÖB: 1,19-4,09). Apgar <5 eftir eina mín-
útu hafði einnig rúmlega tvöfalda áhættu í för með sér samanborið
við Apgar ≥5 eftir eina mínútu (ÁH 2,40; 95% ÖB: 1,14-5,07). Þegar
fæðugjöf í sondu hófst meira en fjórum dögum eftir fæðingu var
áhættan á hömlun rúmlega helmingi meiri en ef fæðugjöf í sondu
hófst við fjögurra daga aldur eða fyrr (ÁH 2,14; 95% ÖB: 1,11-4,11).
Í 90% tilfella fengu börnin brjóstamjólk í sonduna. Áhættan á
hömlun var rúmlega tvöföld hjá börnum sem voru meira en 21 dag
að ná fullu fæði samanborið við börn sem voru 20 daga eða skem-
ur að ná fullu fæði (ÁH 2,15; 95% ÖB: 1,11-4,15). Áhættan á hömlun
var rúmlega þreföld hjá börnum sem voru greind með lungna-
bólgu á nýburaskeiði samanborið við önnur börn (ÁH 3,61; 95%
ÖB: 1,98-6,57). Áhættan á hömlun var rúmlega fjórföld hjá börnum
með PVL samanborið við önnur börn (ÁH 4,84; 95% ÖB: 2,81-8,34).
Mynd 1. Yfirlit yfir minnstu fyrirburanna á Íslandi 1988-2012.
Flæðiritið sýnir rannsóknarhópinn og skiptingu hans með tilliti til þroskafrávika.
Upplýsingarnar eru settar fram sem fjöldi barna og hlutfall (%) af heildinni þar sem n =189.
Minnstu fyrirburarnir
(fæðingarþyngd < 1000 g)
n=189
Vísað á GRR
n=61 (32%)
Eðlilegur þroski
n=16 (8%) Væg þroskafrávik
n=13 (7%)
Alvarleg þroskafrávik (hömlun)
n=32 (17%)
Væg hömlun
n=7 (4%)
Alvarleg hömlun
n=25 (13%)
Ekki vísað á GRR
n=128 (68%)
Mynd 1. Yfirlit yfir minnstu fyrirburana á Íslandi 1988-2012. Flæðiritið sýnir rann-
sóknarhópinn og skiptingu hans með tilliti til mats á GRR og alvarleika þroskafrávika.
Upplýsingarnar eru settar fram sem fjöldi barna og hlutfall (%) af heildinni þar sem
n = 189.
Þroski minnstu fyrirburanna
Umræður
Þroski minnstu fyrirburanna
Rannsókn þessi náði til allra barna sem fæddust á Íslandi frá
1988 til og með 2012 með fæðingarþyngd ≤1000 g og útskrifuðust
á lífi af vökudeild Barnaspítala Hringsins. Af 189 börnum voru
45 (24%) með staðfest þroskafrávik, 13 (7%) með væg frávik og 32
(17%) með alvarleg frávik (hömlun) við 3-6 ára aldur. Stuðst var
við þverfaglegt mat á þroska og færni barnanna og miðað við ICD-
10 greiningar en að baki þeim liggja greindar- og þroskapróf sem
framkvæmd voru á GRR. Niðurstöðurnar samrýmast niðurstöð-
um fyrri íslenskra rannsókna á minnstu fyrirburunum á þremur
árabilum, 1982-1990, 1991-1995 og 2001-2005 þar sem 16%, 17% og
19% voru með staðfesta hömlun við 5 ára aldur.3,4 Samanburður
við erlendar rannsóknir er erfiðara að meta því þær nota yfirleitt
mismunandi aðferðir til að meta þroska og flokka þroskafrávik
barnanna. Þó má finna hliðstæðar tölur hvað varðar hlutfall alvar-
legrar hömlunar í erlendum rannsóknum á borð við sænsku EX-
PRESS-rannsóknina (börn með fæðingarþyngd <1000 g) og bresku
EPICure2-rannsóknina (börn fædd eftir 22-26 vikna meðgöngu).
Báðar rannsóknirnar mátu þroskastöðu fyrst við tveggja og hálfs
árs aldur og sýndu að um fjórðungur hópsins hafði miðlungs til
alvarlega hömlun þá, þar af 11% og 13% alvarlega hömlun, en þrír
fjórðu þroskuðust eðlilega eða höfðu væga hömlun.6,19 Hlutfall
alvarlegrar hömlunar í þessari rannsókn er einnig 13%. Fjórðung-
ur hópsins var með staðfest þroskafrávik í þessari rannsókn en
hlutfall hömlunar í heild sinni var þó lægra auk þess sem hömlun
var skipt niður í tvo flokka, væga og alvarlega, ekki þrjá líkt og í
EXPRESS og EPICure2-rannsóknunum.
Við sex og hálfs árs aldur hafði hlutfall miðlungs til alvarlegrar
hömlunar aukist í sænska þýðinu úr fjórðungi í þriðjung.1 Í þessu
samhengi er mikilvægt að hafa í huga að yngstu árgangar þessarar
rannsóknar voru um tveggja og hálfs árs til 5 ára (börn fædd síðla
árs 2009 til og með 2012) þegar leit í gagnagrunni GRR fór fram í
mars 2015. Allra alvarlegustu hamlanirnar eru alla jafna komnar
fram á þeim aldri en vissulega gæti verið að börn úr þessum hópi
bættust við hóp hömlunar ef leitað yrði aftur í gagnagrunni GRR í
dag. Bið eftir greiningu á GRR er einnig löng en það er reynsla höf-
unda að reynt sé að taka fyrirbura inn í forgangi og lenda þeir því
síður á biðlista. Afdrif annarra í þessum 128 barna hópi sem ekki
var vísað á GRR eru á huldu. Þó má telja ólíklegt að þau glími við
meiriháttar vandamál sem valda hömlun. GRR tekur við tilvísun-
um af öllu Íslandi fyrir börn þar sem grunur er um slík vandamál
og má því segja með nokkurri vissu að þeim sé vísað þangað fyrr
eða síðar. Rannsóknir sýna að nokkuð stór hluti minnstu fyrirbur-
anna er með frávik í þroska án hömlunar, til dæmis frávik í hreyfi-
þroska eða væg CP-einkenni,21 námserfiðleika,14 hegðunarvanda22
og raskanir á einhverfurófinu.23 Líklegt er því að hluti þessara 128
barna glími við slík frávik.
Þannig má gera ráð fyrir að þessi rannsókn nái til velflestra
þeirra sem glíma við meiriháttar vandamál sem leiða til hömlunar,
varnagli er þó sleginn hvað varðar yngstu árganga rannsóknar-
innar, en vanmeti hlutfall vægari þroskafrávika í þýðinu.
Í þessari rannsókn var hlutfall CP 11% og er það nokkuð sam-
bærilegt við niðurstöður nýlegra sænskra rannsókna á minnstu
fyrirburunum þar sem hlutfallið er 9-9,5%.1,2 Það sama má segja
um hlutfall sjón- og heyrnarskerðingar. Samkvæmt samantekt frá