Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - Feb 2020, Page 20

Læknablaðið - Feb 2020, Page 20
72 LÆKNAblaðið 2020/106 R A N N S Ó K N Leitað var að öllum börnum rannsóknarhópsins í gagnagrunni Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins (GRR) og upplýsingar um börnin sem þangað var vísað voru sóttar í gagnagrunninn í mars 2015. Þroskastaða var ákvörðuð út frá nýjustu upplýsingum um þroska og færni barns og miðað við ICD-10 greiningarnúmer. Skil- greiningar Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (World Health Org- anization) frá 1980 á skerðingu (impairment), hömlun (disability) og fötlun (handicap) voru hafðar til hliðsjónar þegar matið var gert.20 Gagnasöfnun fór fram í Microsoft Excel 2013. Tölfræðiúrvinnsla fór fram í JMP 11 SAS Institute Inc. og 24. útgáfu SPSS. Óparað t-próf og kí-kvaðrat próf voru notuð í samanburði á hópum. Gerð var einþátta og fjölþátta aðhvarfsgreining til að meta áhrif hverrar breytu fyrir sig, í fjölþáttagreiningu var leiðrétt fyrir kyni. Fyr- ir flokkabreytur voru niðurstöður settar fram sem hlutfallstölur og fyrir talnabreytur voru niðurstöður settar fram sem meðaltöl ± staðalfrávik. Áhættuhlutfall (ÁH, relative risk) var reiknað með 95% öryggisbili (ÖB, confidence interval). Tölfræðileg marktækni miðast við p-gildi <0,05. Niðurstöður Rannsóknarhópurinn Á árabilinu 1988 til og með 2012 útskrifuðust 189 fyrirburar með fæðingarþyngd ≤ 1000 g á lífi af vökudeild Barnaspítala Hringsins, 76 (40%) drengir og 113 (60%) stúlkur. 93 börn fæddust á fyrri hluta rannsóknartímabilsins (1988 til og með 2000) og 96 börn á seinni hluta þess (2001 til og með 2012). Mæðraskrár tveggja mæðra fundust ekki. Fæðingarþyngd var að meðaltali 807,4±137,9 g. Með- göngulengd var að meðaltali 270 vikur ± 13 dagar, 266±13 á fyrri hluta tímabilsins og 271±14 á því seinna. Flest börnin fæddust eftir 250-266 vikna og 270-286 vikna meðgöngu eða 73 (39%) og 64 (33%). Börn fædd eftir 290 vikna meðgöngu eða meira voru 28 (15%). Einungis 24 börn (13%) fæddust eftir 230-246 vikna meðgöngu, 8 á fyrri hluta rannsóknartímabilsins og 16 á seinni hluta þess. Af 189 fyrirburum var 61 vísað til mats á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins. Þroski minnstu fyrirburanna Athuganir á þroska barnanna fóru oftast fram við 5-6 ára aldur (mynd 1). Börn með væg þroskafrávik (n=13) höfðu greiningar á borð við hreyfiþroskaraskanir og væg CP-einkenni, málþroskaraskan- ir, vitsmunaþroska á tornæmisstigi og sértækar þroskaraskanir. Börn með væga hömlun (n=7) voru flest með CP-einkenni. Þau gengu án stuðnings en ekki án erfiðleika og mörg þurftu spelk- ur. Flest voru þau einnig með sértækar þroskaraskanir, staðfestar með þroskamælingum, en þó ekki á stigi þroskahömlunar. Þau börn sem metin voru með alvarlega hömlun (n=25) voru börn með víðtæk frávik í vitsmunaþroska, hreyfifærni, sjón og/eða heyrn. Athuganir á vitsmunaþroska staðfestu vægar, miðlungs eða alvar- legar þroskahamlanir og/eða einhverfu. Einnig voru í þeim hópi börn með verulega hamlandi CP-einkenni. Í hópi mikillar höml- unar höfðu öll börnin fleiri en eina greiningu, eitt barn lést á rann- sóknartímabilinu vegna afleiðinga fötlunar sinnar, fjögur börn voru með flogaveiki, eitt barn var blint og eitt barn var með kuð- ungsígræðslu vegna heyrnarleysis. Frekari útlistun á greiningum Tafla I. Klínískar upplýsingar um börnin og mæður þeirra. Upplýsingar um mæður og meðgöngu Almennar upplýsingar um börnin Greiningar barna á nýburaskeiði Lyfjagjafir í legu á vökudeild Næring, þyngd og öndunaraðstoð á vökudeild Aldur móður Sjúkdómar á meðgöngu Lyfjanotkun á meðgöngu Reykingar á meðgöngu Gjöf barkstera fyrir fæðingu Gjöf sýklalyfja fyrir/í fæðingu Sýkingarmerki í kringum fæðingu: Hiti CRP-gildi Belghimnabólga Meðgöngulengd* Fæðingarmáti Kyn Einburi/fjölburi Apgar eftir 1 og 5 mínútur Þyngd, lengd og höfuðummál við fæðingu Þyngd undir 10. hundraðs- hlutamarki** Glærhimnusjúkdómur Lungnabólga Loftbrjóst Langvinnur lungnasjúkdómur Jákvæð blóðræktun Opin fósturslagrás Sjónukvilli, gráða tilgreind Þarmadrepsbólga Heilablæðing, gráða tilgreind PVL Lungnablöðruseyti Sterar í æð (dexametasón) Innúðasterar (flútikasón- própíónat, budesonid) Prostaglandín-hemlar (indómetasín, íbúprófen) Aldur þegar fæðingarþyngd var náð Aldur þegar fæðugjöf í sondu hófst Aldur þegar fullu fæði var náð CPAP og tími á CPAP (Hátíðni)-öndunarvél og tími á öndunarvélAðgerðir í legu á vökudeild Opin fósturslagrás Sjónukvilli Þarmadrepsbólga *Skráð sem vikur og dagar, þannig er meðgöngulengd barns sem fætt var eftir 25 vikna og tveggja daga meðgöngu rituð sem 252 vikur. **Ákvarðað út frá fæðingarþyngd, meðgöngulengd og vaxtarferlum fyrir fyrirbura (small for gestational age, SGA). CRP: C-reactive protein CPAP: Continous positive airway pressure Tafla II. ICD-10 greiningar minnstu fyrirburanna með hömlun. Taflan sýnir fjölda barna með hinar mismunandi greiningar þroskafrávika og mat á alvarleika hömlunar. CP Þroskahömlun Þroskaraskanir Einhverfa Atferlisvandi Sjónskerðing Heyrnarskerðing ICD-10 greiningarnúmer G80-82 F70-79 F80-83/88-89 F84 F90/98 H52-54 H90-91 Væg hömlun 7 6 6 1 4 1 Alvarleg hömlun 25 14 14 17 7 5 7 4 Samtals 32 20 14 23 8 9 8 4 Hlutfall af heildinni (n=189) 17% 11% 7% 12% 4% 5% 4% 2%

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.