Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2016, Blaðsíða 20
Oftast táknar nafnliðurinn áþreifanlega hluti sem koma á óvart í sam-
henginu, svo sem eld og brennistein, hunda og ketti eða jafnvel froska.
(30) Hlýtur eitthvað svakalega merkilegt að gerast þá …. Kannski rignir
froskum. (Sótt á netið, yfirfarið 09.10.2016)
Vafalítið er þá notkun rigna sem sjá má í (30) að rekja til erlendra fyrir-
mynda (t.d. ensku It was raining cats and dogs).11 Sambærilegt dæmi með
snjóa er að finna í (31), sem á sér hliðstæðu í ensku (t.d. It snows flights ‘Það
snjóar flugferðum’).
(31) Að venju snjóaði fólki inn í anddyrið á Vesturbæjarlauginni undir
klukkan hálf sex. (Sótt á netið, yfirfarið 04.10.2016)
Þágufall með rigna er ekki bundið við tilekin orðasambönd heldur er virk
myndun í íslensku og „úrkoman“ getur bæði verið hlutbundin og óhlut-
bundin. Til dæmis er hægt að segja að það rigni sprengjum, glerbrotum,
peningum, gulli, skömmum, svívirðingum, þökkum og batakveðjum, að
ógleymdum þáguföllum (eins og í titli á grein eftir Joan Maling (2002),
„Það rignir þágufalli á Íslandi“).
2.5 Samantekt
Veðurfarssagnir í nútímamáli eru venjulega stakar og fylgja leppnum það
í fullyrðingasetningum. Þó benda nýleg dæmi til að dreifing og hlutverk
leppsins kunni að vera að breytast og hann geti komið á eftir sögninni rétt
eins og um gervifrumlag væri að ræða. Slík dæmi eru hins vegar mjög
fátíð. Gervifrumlagið hann er bundið við tiltekið málsnið (mállýskur?) og
kemur fyrir bæði á undan og eftir persónubeygðri sögn. Veðurfarssagnir
í nútímamáli geta einnig staðið með nafnlið sem ýmist er í nefnifalli, þol-
falli eða þágufalli, allt eftir því hvaða sögn á í hlut. Ólík fallamynstur
tengj ast orðmyndunar- og setningarfræðilegum eiginleikum sagnanna en
einnig getur merking skipt máli.
Sigríður Sæunn Sigurðardóttir og Þórhallur Eyþórsson20
11 Benda má á að í enska orðasambandinu er orðaröðin öfug við það sem venja er í
íslensku. Þannig samsvarar cats and dogs í ensku hundum og köttum í íslensku (sbr. líka
orðatiltækið að fara í hund og kött).