Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2016, Blaðsíða 36

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2016, Blaðsíða 36
eingöngu fallið sem þeir standa í. Að öðru leyti hegða þeir sér eins í setn- ingafræðilegu tilliti, eins og vikið veður að í næsta kafla. 4.3 Rökliðir sem frumlög 4.3.1 Frumlagseinkenni nafnliða með veðurfarssögnum í nútímamáli Rannsóknir síðustu áratuga sýna að frumlög í íslensku eru ekki bundin við nefnifall heldur geta staðið í hvaða falli sem er. Þetta á bæði við um nútímamál (sjá einkum Andrews 1976 og yfirlit með frekari tilvísunum hjá Höskuldi Þráinssyni 2005:268–284, 2007:146–167) og fornmál (t.d. Eiríkur Rögnvaldsson 1996, 2005:611–613, Jóhanna Barðdal og Þórhallur Eyþórsson 2003 og Þórhallur Eyþórsson og Jóhanna Barðdal 2005). Þegar einn rökliður kemur fyrir með sögn í nútímaíslensku er gjarnan gert ráð fyrir að hann hljóti að vera frumlag (Zaenen, Maling og Höskuld ur Þráinsson 1985). Út frá þeirri hugmynd blasir við að þegar einn nafn liður fylgir veðurfarssögn er hann frumlag, hvort sem hann er í nefnifalli, þolfalli eða þágufalli. Ekki er þó varlegt að treysta á slíkar fyrir framgefnar hug- myndir án þess að prófa þær. Þess vegna er nauðsynlegt að sýna fram á frum - lagseðli nafnliðanna með því að kanna hvort þeir standist hefð bund in frum- lagspróf (sjá t.d. Jóhannes Gísla Jónsson 1996:112 o.áfr., Höskuld Þráins - son 2005:268–284). Þetta á jafnt við um nefnifallsliði sem aukafallsliði þar sem bæði frumlög og andlög geta verið í hvaða falli sem er í íslensku. Mörg frumlagspróf eru þess eðlis að erfitt er að beita þeim á rökliði veðurfarssagna, einkum vegna merkingarlegra sérkenna sagnanna. Við teljum þó að í nútímamáli sé unnt að beita nokkrum slíkum prófum til að sýna fram á frumlagseinkenni rökliðanna. Þau frumlagspróf sem helst koma til greina í nútímamáli eru: (67)a. Staða rökliðarins næst á eftir persónubeygðri hjálparsögn. b. Staða rökliðarins í setningum með lyftingarnafnhætti. c. Hamla ákveðinna nafnliða (HÁN). d. Möguleiki á færslu rökliðar út úr aukasetningu. Þessi frumlagspróf verða notuð hér á eftir til að sannreyna málfræðihlut- verk rökliðanna. Staða rökliðarins næst á eftir persónubeygðri hjálparsögn er almennt álitin traust frumlagseinkenni í íslensku. Nauðsynlegt er að hafa hjálpar- sögn vegna þess að í setningum sem eru aðeins með aðalsögn verður ekki ráðið af orðaröðinni hvort nafnliðurinn er frumlag eða ekki. Sigríður Sæunn Sigurðardóttir og Þórhallur Eyþórsson36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.