Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2016, Blaðsíða 70
germynd birtist í nefnifalli í þolmynd (gerandann væri þó hægt að nefna
í af-lið, Guðmundur var rakaður af Jóni). Í nýju þolmyndinni varðveitist
þolfallið hins vegar, eins og sjá má í (44c).
(44)a. Jón rakaði Guðmund. (germynd)
b. Guðmundur var rakaður. (þolmynd)
c. Það var rakað Guðmund. (nýja þolmyndin)
Úr því að líkindi afturbeygðrar þolmyndar og nýju þolmyndarinnar eru
svona mikil, hvað er þá því til fyrirstöðu að telja þær til einnar og sömu
setningagerðarinnar? Það sem kemur í veg fyrir það er fyrst og fremst sú
staðreynd að þeir sem hafa afturbeygða þolmynd í sínu máli hafa ekki
endilega líka nýju þolmyndina. Aftur á móti virðast þeir sem hafa síðar-
nefndu setningagerðina í máli sínu einnig almennt hafa afturbeygða þol-
mynd. Þetta bendir sterklega til þess að við verðum að greina afturbeygða
þolmynd á annan hátt en nýju þolmyndina (sbr. Schӓfer 2012).
Allnokkrar tilraunir til greiningar á nýju þolmyndinni hafa verið gerð -
ar. Sigríður Sigurjónsdóttir og Maling (2001a) settu fram þá tilgátu að
setningagerðin hefði ósagt fornafn, for (SF í því kerfi sem var kynnt að
ofan). Slík greining segir að setningagerðin sé í raun germynd og spáir því
t.d. að af-liðir sem vísa til geranda séu ótækir. Þessari greiningu mót-
mæltu Þórhallur Eyþórsson (2008a) og Jóhannes Gísli Jónsson (2009)
(sjá einnig Jóhönnu Barðdal og Molnár 2003 og Hlíf Árnadóttur o.fl.
2011) og færðu rök fyrir því að setningagerðin væri að mestu leyti eins og
hefðbundin þolmynd, án setningafræðilegs fornafns í frumlagsstöðu.
Síðar hafa verið settar fram tilgátur sem fara bil beggja að nokkru leyti.
Anton Karl Ingason, Legate og Yang (2012, 2013) og Legate (2014, sjá
einnig Einar Frey Sigurðsson 2012) halda því fram að VF sé grunn-
myndað í frumlagssæti sagnliðarins og við gerum einnig ráð fyrir því í
okkar greiningu hér að slíkt fornafn sé hluti af nýrri þolmynd. Þetta veika
ósagða fornafn skortir ákveðniþátt sem gerir það t.d. að verkum að af-liðir
sem vísa til geranda eru tækir í nýrri þolmynd. Þannig er um einhvers
konar fornafn að ræða í nýju þolmyndinni, á svipaðan hátt og hjá Sigríði
Sigurjónsdóttur og Maling (2001a), en það er þó frábrugðið því fornafni
sem þær gera ráð fyrir að því leyti að það er veikt en ekki sterkt. Greining
Halldórs Ármanns Sigurðssonar (2011) er að ýmsu leyti sambærileg grein -
ingu Legate og félaga en hann staðsetur knippi persónuþátta (sem í raun
jafngildir VF hjá okkur) í frumlagssæti sagnliðarins. Greining Legate o.fl.,
sem og greining Halldórs, leiðir út möguleikann á af-liðum, sem eru eitt
aðaleinkenna þolmyndar, en Þórhallur (2008a) og Jóhannes (2009) héldu
Anton Karl Ingason o.fl.70