Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2016, Blaðsíða 128
eru eignarfallssamsetningar fáar og eignar fall ið ekki virkt lengur. Tengi -
hljóð hafa tekið stöðu eignarfallsendinga í sam setningum í norsku og eign-
arfallsmyndir sem enn finnast eru leifar frá nor rænum tíma og hafa varð -
veist í málinu fram á þennan dag, sbr. fest-ar-møy og rett-er-gang (sjá
Þorstein G. Indriðason 2011). Venjan er því að flokka sam setningar með
„fyllingarefni“ í norsku sem tengihljóðs samsetn ing ar (n. fuge sammen setn -
inger), sbr. til dæmis jul-e-sang og barn-e-bok.
Í (6)–(8) er gefið yfirlit yfir ofangreindar þrjár tegundir samsettra orða
í íslensku. Í (6) er um að ræða stofnsamsetningar, í (7) eru eignarfalls -
samsetn ingar á ferðinni og í (8) eru dæmi um tengihljóðssamsetningar.
Þar er um að ræða tengihljóðin a, u, i og s. Tengihljóðin eru að jafnaði
ekki, að minnsta kosti ekki samtímalega, tengd eignarfallsendingum:6
(6)a. hús-bátur
b. leik-hús
c. blað-laukur
(7)a. vél-ar (ef.et.)-hljóð
b. bók-a (ef.ft.)-hilla
c. land-s (ef.et.)-lög
d. nýr-na (ef.ft.)-aðgerð
e. tölv-u (ef.et.)-útskrift
(8)a. ráð-u-nautur, hopp-u-róla7
b. tóm-a-hljóð, drasl-a-skápur
c. eld-i-viður, skell-i-hlátur
d. áhrif-s-breyting, hræsni-s-fullur (lo.)
Í setningarlegum samsetningum er eins og áður segir að finna ýmsar teg-
undir setningarliða í fyrri lið. Í fyrsta lagi eru það liðir eins og í (9) sem
hafa verið hluti af málinu í langan tíma og eru í eignarfalli:
Þorsteinn G. Indriðason128
6 Í íslensku má rekast á fleiri tegundir samsetninga (sjá Þorstein G. Indriðason 2014:
18–19), til dæmis svonefndar þágufallssamsetningar (sjá Kristínu Bjarnadóttur 2000).
Þetta eru samsetningar þar sem fyrri liðurinn er í þágufalli og seinni liðurinn er lýs ing -
arháttur þátíðar, sbr. fánum-prýddur, gulli-blandaður og hugsjónum-borinn, sögn, sbr. fótum-
troða, eða nafnorð, sbr. sjálfum-gleði.
7 Hér veltir ritrýnir fyrir sér þeim möguleika hvort ekki megi túlka -u í t.d. hopp-u sem
eignarfallsendingu sem hafi þá myndast með hliðstæðu (e. analogy) við víxl eins og gang-a
(nf.) – göng-u (þf., þgf., ef.). Ritrýnir nefnir að sumar endingar geti haft tak mark aða dreif-
ingu og bendir í því sambandi á ef. -s í Guðmund-s sem birtist fyrst og fremst í sam -
setningum, sbr. Guðmund-s-son og Guðmund-s-dóttur.