Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2016, Blaðsíða 33

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2016, Blaðsíða 33
ur) „verður fyrir blæstri“. Sömu sögu er að segja um drífa sem bæði kemur fyrir með nefnifalli (snær dreif) og þolfalli (hross dreif), en hún er raunar einnig til með þágufalli og merkir þá tegund úrkomu (sandinum dreif), rétt eins og þegar rigna tekur þágufall. Aðeins sagnirnar rökkva og snjóa koma ekki fyrir með nafnlið í gögnum okkar. 4. Nafnliðir með veðurfarssögnum — fallanotkun og frumlagseinkenni 4.1 Inngangur Í köflunum hér að framan var sýnt var fram á að þær veðurfarssagnir sem við höfum kannað geta allar tekið með sér sýnilegan röklið — nafnlið sem er þá ýmist í nefnifalli, þolfalli eða þágufalli. Í þessum kafla er nánar hugað að breytingum á falli slíkra nafnliða og frumlagseinkennum þeirra. Umræðu um frumlagseinkennin er skipt í þrennt: fyrst er fjallað um nafnliði með veðurfarssögnum í nútímamáli, því næst um nafnliði í forn- máli og loks um ósagða rökliði í tilteknum setningagerðum. 4.2 Fallabreytingar frá fornmáli til nútímamáls Heildarniðurstöður fyrir fallamynstur með veðurfarssögnum í íslensku að fornu og nýju eru sýndar í töflu 4. Sem fyrr merkir svigi utan um sögn að hún komi ekki fyrir í fornu máli. Tekið skal fram að allar sagnirnar í gögnunum geta staðið án sýnilegs rökliðar. Það er ekki auðkennt sérstak- lega í töflunum enda er markmiðið með þeim fyrst og fremst að gefa yfir- lit yfir fall nafnliðar sem sagnirnar taka með sér. Eins og sjá má í töflu 4 geta sagnirnar birta, dimma, hvessa, lygna og lægja í nútímamáli ýmist tekið með sér þolfall (sbr. (27) hér að framan) eða nefnifall. Dæmin í (64) sýna nefnifallshneigð, þ.e. breytingu frá aukafalli í nefnifall; slík tilhneiging er algeng, umfram allt með frumlögum „þema- sagna“ en á meðal þeirra eru flestar veðurfarssagnir (sjá t.d. Halldór Hall - dórsson 1982, Þórhall Eyþórsson 2000, 2001, Jóhannes Gísla Jóns son og Þórhall Eyþórsson 2003:9, Höskuld Þráinsson, Þórhall Eyþórs son, Ástu Svavarsdóttur og Þórunni Blöndal 2015:52–56). (64)a. … vitandi að vindurinn hvessir meðfram brúnum. (Sótt á netið, yfirfarið 04.10.2016) b. Þá lygndi vindurinn er kom í jökulvarið. (Sjómannablaðið Víkingur 1942(6):26) Þegar veðrið kólnar og vindinn hvessir — þá snjóar hann 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.