Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2016, Blaðsíða 33
ur) „verður fyrir blæstri“. Sömu sögu er að segja um drífa sem bæði kemur
fyrir með nefnifalli (snær dreif) og þolfalli (hross dreif), en hún er raunar
einnig til með þágufalli og merkir þá tegund úrkomu (sandinum dreif),
rétt eins og þegar rigna tekur þágufall. Aðeins sagnirnar rökkva og snjóa
koma ekki fyrir með nafnlið í gögnum okkar.
4. Nafnliðir með veðurfarssögnum — fallanotkun
og frumlagseinkenni
4.1 Inngangur
Í köflunum hér að framan var sýnt var fram á að þær veðurfarssagnir sem
við höfum kannað geta allar tekið með sér sýnilegan röklið — nafnlið sem
er þá ýmist í nefnifalli, þolfalli eða þágufalli. Í þessum kafla er nánar
hugað að breytingum á falli slíkra nafnliða og frumlagseinkennum þeirra.
Umræðu um frumlagseinkennin er skipt í þrennt: fyrst er fjallað um
nafnliði með veðurfarssögnum í nútímamáli, því næst um nafnliði í forn-
máli og loks um ósagða rökliði í tilteknum setningagerðum.
4.2 Fallabreytingar frá fornmáli til nútímamáls
Heildarniðurstöður fyrir fallamynstur með veðurfarssögnum í íslensku
að fornu og nýju eru sýndar í töflu 4. Sem fyrr merkir svigi utan um sögn
að hún komi ekki fyrir í fornu máli. Tekið skal fram að allar sagnirnar í
gögnunum geta staðið án sýnilegs rökliðar. Það er ekki auðkennt sérstak-
lega í töflunum enda er markmiðið með þeim fyrst og fremst að gefa yfir-
lit yfir fall nafnliðar sem sagnirnar taka með sér.
Eins og sjá má í töflu 4 geta sagnirnar birta, dimma, hvessa, lygna og
lægja í nútímamáli ýmist tekið með sér þolfall (sbr. (27) hér að framan) eða
nefnifall. Dæmin í (64) sýna nefnifallshneigð, þ.e. breytingu frá aukafalli
í nefnifall; slík tilhneiging er algeng, umfram allt með frumlögum „þema-
sagna“ en á meðal þeirra eru flestar veðurfarssagnir (sjá t.d. Halldór Hall -
dórsson 1982, Þórhall Eyþórsson 2000, 2001, Jóhannes Gísla Jóns son og
Þórhall Eyþórsson 2003:9, Höskuld Þráinsson, Þórhall Eyþórs son, Ástu
Svavarsdóttur og Þórunni Blöndal 2015:52–56).
(64)a. … vitandi að vindurinn hvessir meðfram brúnum.
(Sótt á netið, yfirfarið 04.10.2016)
b. Þá lygndi vindurinn er kom í jökulvarið.
(Sjómannablaðið Víkingur 1942(6):26)
Þegar veðrið kólnar og vindinn hvessir — þá snjóar hann 33