Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2016, Blaðsíða 89
vísbendingar um að æ hafi einnig um tíma sums staðar líkst mjög ei. Fyrst
eftir tvíhljóðun æ hefur fyrri hluti þess verið e-hljóð enda nokkuð um að
það sé ritað „ei“, „ęi“ eða „æi“. Staðreyndin er sem sagt sú að é og æ breytt-
ust í tvíhljóð, sem í handritum allt frá því um 1200 eru stundum rituð á
sama hátt og ei, en samt eru é, æ og ei aðgreind á yngri stigum íslensku rétt
eins og á elsta skeiði. Ekki virðist líklegt að í einni og sömu mállýsku
hefði verið greint á milli til að mynda é [e], ei [ɛ] og æ [æ]. Sennilegra
væri að í sumum mállýskum hefðu ei og é fallið saman en verið aðgreind
frá æ og að í öðrum hefðu ei og æ fallið saman en é haldist aðgreint frá
þeim. En þetta eru einungis getgátur.
Ekki eru heldur á reiðum höndum svör við því hvort tengsl hafi verið
á milli breytingar é í hnígandi tvíhljóð [e] og tilurðar hljóða sambands ins
[jɛ], né heldur hvernig þeim tengslum hefði verið háttað. Hægt er að
ákvarða hvenær breyting é í hljóðasamband var hafin út frá dæmum um
ritun „ie“ fyrir é. Fyrirmynd þessa eru rithættir eins og „ia“ og „io“ í
orðum eins og jata og ljótr þar sem „i“ stendur fyrir [j] í hljóða sambandi j
og sérhljóðs. Þegar farið er að rita „ie“ fyrir é hefur það því breyst í
hljóðasamband, [jɛː] (með löngu sérhljóði fram að hljóð dvalar breyt ingu en
eftir hana varð lengd sérhljóðsins stöðubundin). Stöku dæmi eru um „ie“
fyrir é í handritum frá 13. öld en þetta verður ekki algengt fyrr en um
miðja 14. öld (Björn K. Þórólfsson 1929a:232–4).
Yfirleitt er ekki gert ráð fyrir því að é [eː] hafi breyst beint í hljóða -
sambandið [jɛː] heldur hafi fyrst orðið til stígandi tvíhljóð, [e]. Sjaldan er
þó skýrður munurinn á þessu tvennu. Hér er gert ráð fyrir því að í báðum
til vikum sé um að ræða runu hálfsérhljóðs og sérhljóðs en að í stígandi tví-
hljóði sé hálfsérhljóðið í kjarna atkvæðisins, í hljóðasambandi stuðlinum.
[j] og [] eru hvort tveggja tákn fyrir framgómmælt hálfsérhljóð en hér er
[j] notað fyrir hálfsérhljóð í stuðli, [] fyrir hálfsérhljóð í kjarna (sjá Hall
2014:325–26). Í tvíhljóðinu [e], sem yfirleitt er talið að é hafi breyst í
fyrst, hefði hvor hluti borið sína móru og tvíhljóðið því jafngilt löngu sér-
hljóði. Þróun [e] í [jɛː] fæli í sér að hljóðgildisþættir hálfsérhljóðsins
færðust fram í stuðulinn, en móra þess yrði eftir í kjarnanum og tengdist
síðari liðnum sem lengdist.9
Ekki er óviðbúið að langt é hefði breyst í tvíhljóð en raunin er sú að é
[jɛ] nútímamálsins á ekki aðeins rætur að rekja til forníslensks langs é;
Aldur tvíhljóðunar í forníslensku 89
9 Sérhljóðið e [ɛ] í nútímaíslensku er fjarlægara hljóð en físl. é [eː]. Eins og þróun é er
lýst hér, [eː] > [e] > [jɛː], verður lækkun ([e] > [ɛ]) samfara breytingu tvíhljóðs í hljóða -
samband. Hún gæti einnig hafa átt sér stað við sjálfa tvíhljóðunina, þ.e. [eː] > [ɛ] (> [jɛː]).