Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2016, Blaðsíða 96
(AM 122 a fol) frá því um 1350–70, en 1. hönd þess ritar oft „æi“ (eða „ei“)
fyrir æ og „æ“ (eða „e“) fyrir ei, t.d. „greiddir“ græddir, „læic“ læk, „bæddi“
beiddi og „læta“ leita (sjá Sturlunga sögu 1906–11, 1:ix–x).
Vitnisburðurinn um tvíhljóðun sem hér um ræðir er af tvennu tagi.
Ýmist er æ ritað eins og um væri að ræða tvíhljóðið ei (t.d. „greiddir“ grædd-
ir), eða fyrir koma svokallaðar öfugar stafanir þar sem tvíhljóðið ei er ritað
með táknum fyrir æ (t.d. „bæddi“ beiddi). Hægt er að tilfæra fleiri gömul
dæmi um hvort tveggja. Um ritun æ með tvíhljóðstáknum hef ég fundið
tvö dæmi í AM 655 VIII 4to (um 1200);25 tvö í AM 655 XXVII 4to (um
1250–1300);26 eitt í AM 291 4to (um 1275–1300)27 og fjórtán dæmi í þeim
hluta AM 230 fol (um 1300–1400?) sem Saltnes kannaði (1978:91).28 Mun
algengara er að finna ei ritað með táknum fyrir einhljóð en slík dæmi eru
jafnframt þess eðlis að yfirleitt er ekki unnt að ráða hvort þau beri vitni tví-
hljóðun æ frekar en tvíhljóðun é. Um þau er fjallað í kafla 3.3.3 hér á eftir.
3.3.2 Rithátturinn „ei“ fyrir é
Lengi var talið að dæmi um é ritað með táknum fyrir ei kæmu fyrst fyrir
í handritinu AM 291 4to (um 1275–1300), sem jafnframt væri elsta heim -
ild in um breytingu é í hnígandi tvíhljóð (sbr. Björn K. Þórólfsson 1925:xv
og Hrein Benediktsson 1959:298, 1977:29). Í raun má finna slíka rithætti
í hand ritum frá því snemma á 13. öld. Jón Axel Harðarson hefur bent á
tvö dæmi í AM 645 A 4to frá um 1220 (2001:53, 2004:205).29 Ég hef
fundið eitt dæmi frá svipuðum tíma í AM 677 B 4to30 og tvö í AM 655
XXVII 4to frá síðari hluta 13. aldar.31 Einnig eru vísbendingar um breyt-
ingu é í hníg andi tvíhljóð í yngri heimildum.32
Aðalsteinn Hákonarson96
25 Dæmin eru „uęinlęgir“ vænlegir 3r6 og „samręiþis“ samræðis 3r11 (sjá Morgen stern
1893).
26 Dæmin eru „læiri“ læri 5r7, „sæita“ sæta 6v12, „bæita“ bæta 8v9 (sjá Hallgrím J.
Ámunda son 1994:xxiv; um aldursgreiningu handritsins, sjá sama rit bls. xxxiv–vi).
27 Dæmið er „væínligra“ vænligra (sjá af Petersens 1882:xi).
28 Meðal þeirra eru „sæilu“ sælu 4v27, „glæiseleger“ glæsilegir 12v34, „feira“ færa 4r23,
„dæimi“ dæmi 4v22 (sjá Saltnes 1978:91).
29 Dæmin eru „heit“ hét og „leit“ lét (sjá Larsson 1885:liv). Hér við bætast tvö dæmi þar
sem fyrst hefur verið ritað „heit“ hét og „leite“ léti en síðan leiðrétt í „hét“ og „léte“ (Larsson
1885:liv).
30 Dæmið er „greit“ grét 29r39 (sjá Weinstock 1974:74–5).
31 Dæmin eru „læittfærr“ léttfærr 3r14–5, „bræif“ bréf 8r14 (sjá Hallgrím J. Ámundason
1994:xxv).
32 Dæmi um é ritað með tvíhljóðatáknum hef ég rekist á í lýsingum á AM 656 I 4to
og AM 325 V 4to, með sömu rithendi (um 1300–25, Louis-Jensen 1979:236), AM 132 fol