Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2016, Blaðsíða 111

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2016, Blaðsíða 111
að í máli Jóns hafi æ verið nægilega líkt síðari hluta é til að hljóðin gætu almennt myndað heilrím. Auk þessa er rétt að líta nánar á dæmið vér : fær úr Krossvísum. Vís - bendingar eru um að é í stöðu á eftir v og á undan l eða r hafi snemma fjar - lægst í máli sumra og fallið saman við æ. Í stafsetningu koma fram merki um breytinguna í orðunum vél og véla snemma á 13. öld og í for nafninu vér um 1300 (Björn K. Þórólfsson 1925:xiv–v, 1929a:235, sjá einnig Kock 1895:140 o.áfr.). Í umræddu dæmi ríma því mögulega fær og vær (< vér) og óvíst að um sé að ræða rím é : æ. En hvort sem tvö dæmi eru um rím é : æ hjá Jóni Arasyni eða aðeins eitt er ljóst að sú fullyrðing að Jón beiti ríminu oft á ekki rétt á sér.49 Á öðrum stað segir Björn (1929a:236) að Jón Arason rími stundum é við æ, en þar er enn fullyrt að Hallur Ögmundarson geri þetta oft. Vísað er til útgáfu Jóns Þorkelssonar (1922–27) á kvæðum Halls en þar hef ég einungis fundið eitt dæmi, vætti : rétt í 30. erindi Michaelsflokks (1922– 27:377). Aftur á móti reyndust vera að minnsta kosti átta dæmi um é : æ í hálfrími.50 Því er ljóst að þrátt fyrir fullyrðingar Björns styður kveðskap- ur Jóns og Halls ekki þá ætlun að útbreiðsla tvíhljóðunar æ hafi verið lítil fyrir 1550. Dæmin um é : æ í kvæðum Jóns og Halls eru að vísu ekki einangruð. Björn leitaði einnig að dæmum í elstu rímum er þá voru útgefnar, alls 38 rímum og rímnaflokkum (sjá 1929a:235, nmgr. 2). Mest af þessu efni er líklega samið á 14. og 15. öld, en a.m.k. tvennar rímur eru taldar frá 16. öld (um aldursgreiningu, sjá Björn K. Þórólfsson 1934:289 o.áfr. og Hauk Þorgeirsson 2013:248 o.áfr.). Hér fannst alls 21 dæmi um rím é : æ. Einnig leitaði Björn í dróttkvæðaútgáfu Finns Jónssonar (1908–15) og fann fjög- ur dæmi í ungum helgikvæðum (Björn K. Þórólfsson 1929a:235). Hann tók ekki með dæmi með fornafninu vér en taldi með sex dæmi með orðunum vél eða véla. Eðlilegra hefði verið að undanskilja þau því eins og Björn nefnir sjálfur eru heimildir um lækkun é > æ í vél og véla alveg eins og um samsvarandi breytingu í vér. Sé það gert standa eftir nítján dæmi. Aldur tvíhljóðunar í forníslensku 111 49 Raunar er óvíst að Jón Arason hafi samið Ljómur og jafnvel er talið að þær gætu verið frá 15. öld (ÍB 2:301). Heimildir fyrir því að Jón Arason sé höfundur Krossvísna eru ungar eða frá seinni hluta 17. aldar (Jón Helgason 1936:252). 50 Í Gimsteini: mér : færi 53:1 (Jón Þorkelsson 1922–27:310), sér : væri 97:5 (1922– 27:320); í Náð: ættum : stétta 9:3 (1922–27:329), ættir : stéttum 21:7 (1922–27:332), ætt : réttri 30:1 (1922–27:334), ætt : réttum 37:7 (1922–27:336), hét : mæti 76:7 (1922–27:345); í Michaelsflokki: héruðum : vær 59:1 (1922–27:383). Í Gimsteini er einnig: Eraklius : kæri 97:7 (1922–27:320).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.