Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2016, Blaðsíða 108

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2016, Blaðsíða 108
og au sem hlið stæðu við pör sem einungis lengd greindi að upphaflega. Sennilega hafa ekki allir verið meðvitaðir um þennan nýja möguleika og hefur það vafa lítið aukið gildi orðaleiksins. Að framan var minnst á þá hugmynd að á fyrri hluta 13. aldar hafi átt sér stað mállýskubundin einhljóðun gömlu tvíhljóðanna. Við þessa tilgátu Ludvigs Larssons (1889) er áhugaverðast að hún skýrir hvort tveggja, ritun au, ei og ey með einhljóðstáknum og notkun tvíhljóðstákna fyrir ein- hljóð, einkum stutt ǫ og ø og löng é og æ. Þetta er ólíkt tilgátu Seips um áhrif frá norskum forritum eða hugmynd Stefáns Karlssonar um áhrif skriftarvenju við erkibiskupsstólana sem skýra einungis ritun au, ei og ey með táknum fyrir einhljóð. Gegn tilgátu Larssons mælir hins vegar að sum þeirra ritháttarfyrirbæra, sem að hans mati benda til einhljóðunar, eru fremur algeng, svo sem ritun „e“ fyrir ei (3.3.3) og sér í lagi ritun „au“ fyrir ǫ (og síðar ö). Tæplega væri hægt að gera ráð fyrir öðru en að ein - hljóð unin hefði verið talsvert útbreidd en það virðist heldur ósennilegt í ljósi þess að au, ei og ey samsvara alls staðar tvíhljóðum í nútímamáli. Hér er þess í stað lagt til að hvort tveggja, notkun einhljóðstákna fyrir gömul tvíhljóð og ritun einhljóða með tvíhljóðstáknum, skýrist af tví - hljóð un í kerfi langra sérhljóða. Í þessum kafla hefur verið sýnt að tví - hljóð un almennt getur skýrt ritun ǫ og ø með tvíhljóðstáknum og notkun ein hljóðs tákna fyrir au og ey. Í síðasta kafla var notkun „ei“ og „æi“, sem venju lega táknuðu ei, fyrir é og æ skýrð út frá tvíhljóðun é og æ. Hún skýrir einnig rithætti á borð við „e“ og „æ“ fyrir ei. Hér í lokin er rétt að ræða hvernig Hreinn Benediktsson (1965:70–1) skýrði hluta þeirra rithátta sem um hefur verið fjallað í þessum kafla, þ.e. „au“, „av“ og „ꜹ“ fyrir ǫ (og síðar ö) og „ey“ og „ev“ fyrir ø. Að hans mati tengdist þetta „two features of the graphic development of the late twelfth or early thirteenth century“ (1965:71). Annars vegar gerðist það smám saman að límingurinn „ꜵ“, sem táknaði ǫ (og ), breyttist í „ꜹ“. Hins vegar þróaðist úr lausaklofanum „au“ límingarstafurinn „ꜹ“ sem hafði sama útlit og („became homomorphous with“) „ꜹ“ sem orðið var til úr „ꜵ“ (1965:71). Nú táknaði „ꜹ“ bæði au og ǫ og næsta skref var að skrif- arar fóru einnig að nota „au“ (og afbrigði þess „av“), sem var grunnform „ꜹ“, fyrir ǫ. Því næst segir Hreinn (1965:71): A further consequence of the merger of ‘ꜵ’ (‘ao’) and ‘au’ (‘av’) was the occas- ional replacement of ‘eo’ denoting ø by ‘ev’, on the analogy of ‘ꜵ’ (= ‘a + o’) vs. ‘ꜹ’ (= ‘a + v’) for ǫ. Finally, ‘ev’ was also used to denote ey, since ‘v’ and ‘y’ were equivalent during a certain period […], and therefore, by a retrograde analogy, ‘ey’ was some times used for ø (or later ö). Aðalsteinn Hákonarson108
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.