Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2016, Blaðsíða 94
[a]),16 en hins vegar hefði æ getað breyst í tvíhljóð löngu fyrr án þess að
það kæmi fram í stafsetningu (1959:298–9). Þótt Hreinn geti þess ekki
mætti segja svipað um rithætti eins og „láu“ fyrir lágu og „rouna“ fyrir róf-
una. Vel getur hugsast að ó og á hafi breyst í tvíhljóð um 1300 en öng-
hljóðin [ɣ] og [v] ekki fallið brott fyrr en á 15. öld.
Í tilefni umfjöllunar Hreins um tvíhljóðun lýsir Klaus-Christian Kü -
spert (1988) „Skepsis gegenüber Versuchen, mit Hilfe abstrakt-funktiona-
ler Argumentation ansonsten kaum nachweisbare Entwicklungs wege
rekonstruieren zu wollen“ (1988:185). Küspert vísar hér ekki ein göngu til
hugmyndar Hreins um að miðlægu og fjarlægu löngu sérhljóðin é, æ, ó og
á hafi öll breyst samtímis í hnígandi tvíhljóð; hann virðist álíta þá ætlun að
é hafi breyst í hnígandi tvíhljóð tilgátu af sama meiði. Küspert nefnir að
vísu að Hreinn hafi getið um vitnisburð handrita þar sem ritað er „ei“ fyrir
é (Küspert 1988:184) en dregur samt í efa tilvist slíkra rithátta þar sem ekki
sé getið um þá í tilteknum ritum, sbr. eftirfarandi tilvitnun (1988:185):
Es fällt auf, daß in exakten philologischen Untersuchungen, wie der von
[Björn K. Þórólfsson [1929[a, A.H.]] oder auch von [Bandle 1956], keine
Rede davon ist, daß orthographische Gegebenheiten im 14. Jh. die Annahme
einer Diphthongierung é > EI nahelegten.
En þótt ekki sé minnst á slíka rithætti í þessum ritum17 er getið um þá
annars staðar, meðal annars í öðru riti Björns K. Þórólfssonar (1925), líkt
og fram hefur komið. Küspert hefur ekki athugað þessi rit og virðist telja
að ályktun Hreins um breytinguna é > [ei] byggi ekki á beinum heim ild -
um, heldur hafi Hreinn gert ráð fyrir þessari þróun til samræmis við
þróun æ, ó og á sem ótvírætt breyttust í hnígandi tvíhljóð.
Hvað greiningu Küsperts sjálfs varðar er höfuðáhersla lögð á að heim-
ildir um breytingu é í stígandi tvíhljóð ná allt aftur til 13. aldar, en heim-
ildir um breytingu æ, ó og á í hnígandi tvíhljóð, sem Bandle hafði fjallað
um, bentu til þess að hún hefði ekki gengið yfir fyrr en á 14. til 16. öld. Af
þessu ályktar Küspert að þar sem é var á 14. öld þegar orðið að stígandi
Aðalsteinn Hákonarson94
16 Í nýlegri grein færir Jón Axel Harðarson (2007) fyrir því rök að breyting á öng-
hljóðinu, g [ʝ] > [j], en ekki á undanfarandi sérhljóði, hafi orsakað rithætti af þessu tagi.
Þetta breytir engu fyrir samhengið hér.
17 Fullyrðing Küsperts er ekki síst undarleg í ljósi þess að grein Björns K. Þór ólfs son -
ar (1929a) fjallar um breytingu é í stígandi tvíhljóð og síðar hljóðasamband, ekki um breyt-
ingu é í hnígandi tvíhljóð. Rit Bandles (1956) fjallar um málið á biblíuþýðingu Guðbrands
Þor láks sonar frá 16. öld og líklega hefur Bandle litið svo á að breytingin é > [e] kæmi máli
Guð brands biblíu ekki við.