Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2016, Side 35

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2016, Side 35
(dimma frá 1909, lygna frá 1942, lægja frá 2008, hvessa frá 2011 og birta frá 2014), sbr. dæmin í (64). Þannig bendir allt til þess að þolfall sé eldra en nefnifall með þessum sögum. Gagnstæð breyting við nefnifallshneigð er svo kölluð „aukafalls- hneigð“, sem er mun sjaldgæfari. Hún birtist einkum með sögnunum hlakka til og kvíða fyrir, sem í máli sumra taka ýmist þolfall eða þágufall fyrir eldra nefnifall (Þórhallur Eyþórsson 2001, 2015, Höskuldur Þráinsson, Þórhallur Eyþórsson, Ásta Svavarsdóttir og Þórunn Blöndal 2015:38–52). Með veðurfarssögnum má finna aukafallshneigð með sögn- inni blása, sem í fornu máli er gerandasögn og tekur með sér nefnifall, eins og í dæmi (35b) hér að framan. Í nútímamáli kemur þolfall stöku sinnum fyrir með þessari sögn (66), þó svo að nefnifallið sé sennilega algengara (þ.e. vindurinn blés). (66) Vindinn blés og bátnum velti um koll. (Sótt á netið, yfirfarið 04.10.2016) Þar sem aukafallshneigð er strjál (e. sporadic) breyting getur verið erfitt að átta sig á skilyrðum fyrir henni. Ef litið er til annarra sagna sem notaðar eru til að lýsa vindi kemur í ljós að þær taka með sér þolfall, þ.e. vindinn hvessir, lygnir eða lægir. Allar eru þessar sagnir þekktar úr fornmáli (sbr. 3. kafla) en í nútímamáli má auk þeirra finna vind hreyfir. Ekki er ósennilegt að breyting á falli nafnliðarins með blása í (66) hafi orðið vegna áhrifa frá þessum sögnum. Líklegt er að nefnifallshneigð og aukafallshneigð gefi vísbendingar um málfræðihlutverk nafnliðanna — að þeir séu frumlög en ekki andlög (sjá t.d. Þórhall Eyþórsson og Jóhönnu Barðdal 2005). Í því samhengi ber að hafa í huga að breytt fallanotkun jafngildir ekki endilega breyttu málfræði - hlutverki. Það sem skilur á milli nefnifallsliðanna og aukafallsliðanna er Þegar veðrið kólnar og vindinn hvessir — þá snjóar hann 35 felst að frumlagsfall áhrifslausu veðurfarssagnarinnar samsvarar andlagsfalli sambærilegrar áhrifssagnar. (i) a. … er Þór hvessti augun á orminn (ÍT, Snorra Edda, 48. kafli) b. … hvessti veðrið og …. (ONP, Böglunga saga, BǫglEirsp 45014) Því hefur verið haldið fram að aukafallssagnir eins og í (ib) megi rekja til ergatífra sagna para eins og þeirra sem hér hafa verið nefnd. Þetta gildir um þær aukafallssagnir sem stundum eru kallaðar þolfallslausar (e. unaccusative) og taka með sér „flækingsþolfall“ eða „örlagaþolfall“ (e. stray accusative, fate accusative; sbr. Halldór Ármann Sigurðsson 2006, Höskuldur Þráinsson 2007:296, Schäfer 2008). Aukafallssagnir af þessari gerð hafa einnig verið kallaðar antikásatífar sagnir (Kjartan Ottósson 2013, Sandal 2011, Jóhanna Barðdal 2015, Cennamo, Þórhallur Eyþórsson og Jóhanna Barðdal 2015).
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.