Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2016, Side 153
er þótt annar sé honum kannski tamari en í öðrum tilvikum finnst mál-
notendum bara annar kosturinn koma til greina. Það merkir þá að hinn
sker í eyru þeirra, líkt og gerist þegar hlustað er á falskan söng. En ólíkt
því sem á við um tóneyrað eru málnotendur oft ósammála um það hvor
kosturinn „sker í eyru“.
Þau tilbrigði sem hér voru tekin dæmi um eru samað eðlis að því leyti
að þau eru öll til vitnis um breytileika í máleyranu, breytileika í þeirri
grunntilfinningu sem þróast hjá málnotendum á máltökuskeiði. Mikil -
vægt er að halda því til haga að þessi tilbrigði í grunntilfinningunni, þessi
munur á máleyra manna í þessum skilningi, eru viðurkennd að einhverju
leyti: Það er gengið út frá því sem vísu að einn segi hlutina á þennan hátt
en annar á hinn. Að vísu er það svo að stundum nýtur annað tilbrigðið
meiri viðurkenningar í málsamfélaginu en hitt, en slíkt getur þó verið til-
viljanakennt og breytilegt frá einum tíma til annars.8 En svo er auðvitað
fjölmargt sem enginn myndi sætta sig við. Enginn sem hefur íslensku að
móðurmáli fellir sig við *Ég þori þess ekki. Þar ber máleyrum allra saman
og það er þá samdóma álit allra að þetta sé „falskt“.9
En málnotkun í ræðu og riti byggist ekki bara á þessari grunntilfinn-
ingu fyrir málinu. Fólk er nefnilega misvel „máli farið“, hefur misnæma
tilfinningu fyrir því hvað fer vel í máli, hvað á við í tilteknu málsniði
o.s.frv. Það er þessi tilfinning sem flest dæmin um máleyra í (2) vísa til og
þess vegna er þar gjarna talað um næmt máleyra eða gott máleyra. Og
þegar Eiður Svanberg segir (í dæmi (2j)) að sumt (fjölmiðla-)fólk „hafi
ekki máleyra“ á hann ekki við að það hafi ekki þá grunntilfinningu fyrir
málinu sem börn öðlast á máltökuskeiði heldur að það hafi ekki nægilega
góða tilfinningu fyrir því hvað fer vel, hvað er við hæfi í því málsniði sem
við á í fjölmiðlum o.s.frv. Þessa tilfinningu mætti kannski kalla framhalds -
tilfinningu eða viðbótartilfinningu10 og hana má þjálfa og bæta. Það er
t.d. gert í skólum og við það geta menn öðlast betra eða næmara máleyra
(sjá t.d. umræðu hjá Höskuldi Þráinssyni 2000, 2014a).
Þrjú eyru 153
8 Íslensk orðabók (2002) nefnir sum þessara tilbrigða. Stundum er ekki greint á milli
þeirra (t.d. síldar/síldir), stundum er annað haft innan sviga, væntanlega til að sýna að það
sé sjaldgæfara (t.d. þora e-ð (e-u)) og stundum er tekið fram að annað þyki ekki gott mál
(t.d. langa: „notkun með þágufalli er allalgeng en ekki talin gott mál“).
9 Þetta orðalag tók ég að láni úr athugasemd frá Haraldi Bernharðssyni, enda var það
eins og talað út úr mínu hjarta.
10 Hér með er óskað eftir því að einhver með næma máltilfinningu finni betri orð yfir
þetta.