Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2016, Síða 153

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2016, Síða 153
er þótt annar sé honum kannski tamari en í öðrum tilvikum finnst mál- notendum bara annar kosturinn koma til greina. Það merkir þá að hinn sker í eyru þeirra, líkt og gerist þegar hlustað er á falskan söng. En ólíkt því sem á við um tóneyrað eru málnotendur oft ósammála um það hvor kosturinn „sker í eyru“. Þau tilbrigði sem hér voru tekin dæmi um eru samað eðlis að því leyti að þau eru öll til vitnis um breytileika í máleyranu, breytileika í þeirri grunntilfinningu sem þróast hjá málnotendum á máltökuskeiði. Mikil - vægt er að halda því til haga að þessi tilbrigði í grunntilfinningunni, þessi munur á máleyra manna í þessum skilningi, eru viðurkennd að einhverju leyti: Það er gengið út frá því sem vísu að einn segi hlutina á þennan hátt en annar á hinn. Að vísu er það svo að stundum nýtur annað tilbrigðið meiri viðurkenningar í málsamfélaginu en hitt, en slíkt getur þó verið til- viljanakennt og breytilegt frá einum tíma til annars.8 En svo er auðvitað fjölmargt sem enginn myndi sætta sig við. Enginn sem hefur íslensku að móðurmáli fellir sig við *Ég þori þess ekki. Þar ber máleyrum allra saman og það er þá samdóma álit allra að þetta sé „falskt“.9 En málnotkun í ræðu og riti byggist ekki bara á þessari grunntilfinn- ingu fyrir málinu. Fólk er nefnilega misvel „máli farið“, hefur misnæma tilfinningu fyrir því hvað fer vel í máli, hvað á við í tilteknu málsniði o.s.frv. Það er þessi tilfinning sem flest dæmin um máleyra í (2) vísa til og þess vegna er þar gjarna talað um næmt máleyra eða gott máleyra. Og þegar Eiður Svanberg segir (í dæmi (2j)) að sumt (fjölmiðla-)fólk „hafi ekki máleyra“ á hann ekki við að það hafi ekki þá grunntilfinningu fyrir málinu sem börn öðlast á máltökuskeiði heldur að það hafi ekki nægilega góða tilfinningu fyrir því hvað fer vel, hvað er við hæfi í því málsniði sem við á í fjölmiðlum o.s.frv. Þessa tilfinningu mætti kannski kalla framhalds - tilfinningu eða viðbótartilfinningu10 og hana má þjálfa og bæta. Það er t.d. gert í skólum og við það geta menn öðlast betra eða næmara máleyra (sjá t.d. umræðu hjá Höskuldi Þráinssyni 2000, 2014a). Þrjú eyru 153 8 Íslensk orðabók (2002) nefnir sum þessara tilbrigða. Stundum er ekki greint á milli þeirra (t.d. síldar/síldir), stundum er annað haft innan sviga, væntanlega til að sýna að það sé sjaldgæfara (t.d. þora e-ð (e-u)) og stundum er tekið fram að annað þyki ekki gott mál (t.d. langa: „notkun með þágufalli er allalgeng en ekki talin gott mál“). 9 Þetta orðalag tók ég að láni úr athugasemd frá Haraldi Bernharðssyni, enda var það eins og talað út úr mínu hjarta. 10 Hér með er óskað eftir því að einhver með næma máltilfinningu finni betri orð yfir þetta.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.