Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2016, Page 174
„Hvað er frumlag?“ 5. mars 2015 og Joan Maling hélt fyrirlesturinn „A
syntactic Rubin’s Vase: the inherent ambiguity of non-promotional
passives and unspecified subject constructions“ 11. maí 2015.
Ráðstefnur (aðrar en Rask-ráðstefnan)
Alþjóðleg ráðstefna, The 17th Diachronic Generative Syntax, DiGS17, var
haldin við Háskóla Íslands 29.–31. maí 2015 á vegum Málvísinda stofn -
unar; félagar úr Íslenska málfræðifélaginu tóku virkan þátt í undirbúningi
hennar. Um er að ræða árlega ráðstefnu þar sem viðfangsefnið er söguleg
setningafræði og málbreytingar frá sjónarhorni málkunnáttufræði, eða
generatífrar málfræði. Ráðstefnan hefur verið haldin víðs vegar í Evrópu
og Bandaríkjunum en nú býður Málvísindastofnun til þeirrar fyrstu á
Íslandi.
Málþing Íslenska málfræðifélagsins og Málvísindastofnunar til heiðurs
Höskuldi Þráinssyni sjötugum var haldið 16. janúar kl. 10.30–16.30 í
stofu 201 í Árnagarði. 21 erindi var flutt á málþinginu. Afmælis barnið
hafði eitt leyfi til að spyrja spurninga og gera athugasemdir – og þótti
það gefa góða raun.
GLAC-ráðstefnan, Germanic Linguistics Annual Conference, verður hald -
in við Háskóla Íslands 20.–22. maí 2016. Boðsfyrirlesarar verða Höskuldur
Þráinsson og Kristján Árnason. Um 180 útdrættir bárust, sem er met. Ráð -
gert er að um 130 erindi verið flutt, auk veggspjalda. Ráð stefnan er al -
þjóð leg og þátttakendur koma einkum frá Bandaríkjunum og Evrópu.
Ráðstefnan er haldin á vegum Society for Germanic Linguistics (SGL) í
samvinnu við Málvísindastofnun og Hugvísindastofnun en félagar úr
Íslenska málfræðifélaginu taka einnig virkan þátt í undirbúningi hennar.
Rask-ráðstefnan og dagskrá í minningu Kjartans G. Ottóssonar
30. Rask-ráðstefnan um íslenskt mál og almenna málfræði var haldin dag-
ana 29. og 30. janúar 2016 í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins í samvinnu
félagsins og Málvísindastofnunar Háskóla Íslands. Ráðstefnan var að þessu
sinni helguð minningu Kjartans G. Ottóssonar (14. janúar 1956–28. júní
2010). Tveimur ungum og efnilegum nemendum, Elínrós Þorkels dóttur
BA-nema og Atla Frey Steinþórssyni MA-nema, voru veittar viður kenn -
ingar fyrir framúrskarandi árangur í íslensku. Fjölskylda Kjartans veitti
viðurkenningarnar, sem fólust í 250 þúsund krónum handa hvorum nem-
Frá Íslenska málfræðifélaginu174