Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2016, Blaðsíða 117

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2016, Blaðsíða 117
5.4 Samantekt Í þessum kafla var fjallað um rím é : æ sem álitið hefur verið heimild um að í máli þeirra sem því beittu hafi æ enn þá verið einhljóð. Hér var þess í stað stungið upp á því að rímið endurspeglaði breytingu æ í hljóðasam- bandið jæ, sem annaðhvort líktist mjög é [jɛː] eða var sama hljóð. Með til- gátunni mælir að hvort tveggja, rithættir á borð við „iæ“ og „ie“ fyrir æ og dæmi um rím é : æ, er algengast þegar um er að ræða orð þar sem á undan æ fara vara mæltu hljóðin v og b, einkum hið fyrra. Sé skýringin rétt er rím é : æ ekki vitnis burður um einhljóðsframburð æ og þar með ekki heldur um hæga útbreiðslu tvíhljóðunar æ. Einnig hefur komið fram að jafnvel þótt gengið væri út frá hefð bund - inni túlkun ríms é : æ, sé ekki ljóst að tíðni þess gefi tilefni til að stað hæfa að tvíhljóðun æ hafi breiðst hægt út í upphafi eins og Björn K. Þór ólfs son hélt fram. 6. Niðurlag Í þessari grein hefur verið fjallað um aldur breytingar langra miðlægra og fjarlægra einhljóða forníslensku, é, æ, ó og á, í hnígandi tvíhljóð. Yfirleitt hefur þetta verið talið gerast í kringum 1300 en hér hafa verið tilfærðar heimildir um breytinguna í handritum frá því um eða fyrir 1200. Norski fræði maðurinn Hægstad hafði reyndar áður vakið athygli á hluta þessara heimilda en það virðist hafa farið fram hjá flestum síðan. Heimildir um upphaf tvíhljóðunar þegar um eða fyrir 1200 ná að vísu einungis til fram - mæltu sérhljóðanna é og æ. Fyrir fram mætti hugsa sér að ó og á hefðu tví - hljóðast jafnsnemma og é og æ en að breyting uppmæltu hljóðanna hefði ekki haft áhrif á stafsetningu (sbr. Hrein Benediktsson 1959:299). Við nánari skoðun reynist þó unnt að finna vísbendingar um tvíhljóðun ó og á í heim ild um, en þær, einkum ritháttarbreytingin „va“ (fyrir vá) > „vo“ (sbr. Hrein Benediktsson 2002 [1979]), benda til þess að uppmælt ó og á hafi tví hljóðast nokkru síðar en frammælt é og æ, líklega um miðja 13. öld. Þetta er sérstaklega athyglisvert í ljósi heimilda um að í kerfi stuttra sér- hljóða hafi frammælt sérhljóð orðið fjarlægari á seinni hluta 12. aldar, en uppmælt sérhljóð um hálfri öld síðar. Þessi nýja greining á aldri tví- hljóðunar bendir því til þess að náið samband hafi verið milli þróunar hljóðgilda í kerfum langra og stuttra sérhljóða á 12. og 13. öld. Fram kom í 3. kafla að þegar í handritum frá því um 1200 koma fyrir dæmi um „ei“ og „æi“ fyrir é og æ, en það er skýr vitnisburður um tví- Aldur tvíhljóðunar í forníslensku 117
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.