Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2016, Blaðsíða 148

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2016, Blaðsíða 148
voru að vísa til (2007). Kannski var þar um að ræða fólk sem mætti kalla „tónheyrnarlaust“ en „laglausir“ gætu þá verið þessi 16% sem áður voru nefnd.4 En aðalatriði þessarar umræðu er þó það að hæfileikinn til að greina á milli tóna á sér tiltekinn samastað í heilanum og mönnum er þetta misvel gefið. Auk þess virðist almennt talið að þeir sem alast upp við mikið „tónlistarlegt áreiti“ þrói með sér næmara tóneyra en þeir sem gera það ekki, auk þess sem slíkt uppeldi geti haft jákvæð áhrif á heilann á ýms an annan hátt (sjá yfirlit yfir rannsóknir á þessu sviði hjá Miendlar - zewska og Trost 2014). 2.2 Tónfall, máltónar og lagleysi Breytileg tónhæð getur skipt máli í tungumálum, m.a. íslensku (sjá umræðu hjá Kristjáni Árnasyni 2005:456 o.áfr. og í ritum sem þar er vísað til). Íslenskir málnotendur myndu t.d. ekki segja setningarnar í (1) með sama tónfalli þótt orðin séu þau sömu: (1) a. Kristján er Norðlendingur. b. Kristján er Norðlendingur? Dæmi (1a) er einföld staðhæfing en spurningarmerkið í (1b) á að sýna að þar sé um að ræða spurningu sem er þá væntanlega blandin nokkurri undr un, svona líkt og spurt væri Er Kristján virkilega Norðlendingur? Tón - fall skiptir sem sé verulegu máli í íslensku. Í ýmsum öðrum málum eru orðbundnir tónar (e. lexical tones) merkingargreinandi, t.d. í kínversku og mörgum Afríkumálum (sjá t.d. Yip 2002). Í kínversku merkir atkvæðið ma þannig ýmist ʽmóðirʼ, ʽhampurʼ, ʽhesturʼ eða ʽskammaʼ (so.) eftir því hvers konar tón það ber (háan, rísandi, fallandi-rísandi eða fallandi). Ein þeirra spurninga sem menn hafa velt upp í sambandi við lagleysi er sú hvort þeir sem eiga erfitt með að greina sundur tóna í tónlist eða nota þá (eru sem sé laglausir) geti skynjað og notað tónfall á eðlilegan hátt og hvort þeir geti talað og skilið mál þar sem orðbundnir tónar skipta máli. Það mætti ímynda sér að laglausir ættu erfitt með þetta. Svo virðist þó yfirleitt ekki vera. Ein ástæðan gæti verið sú að „tónbilin“ (þ.e. sá munur á munur á tónhæð sem skiptir máli), séu yfirleitt grófari í tungumálum en í tónlist. Þess vegna geti þeir sem myndu t.d. flokkast sem laglausir eða Höskuldur Þráinsson148 4 Hér má líka nefna að Dalla Bella og félagar (2011:1) segja að svona 10‒15% fólks séu það sem þau kalla „poor singers“, en með því eiga þau við þá sem eiga erfitt með að halda lagi í söng.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.