Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2016, Blaðsíða 118
hljóðun. Í ljósi þessa er nærtækast að álykta að ritun ei með einhljóðs -
táknum („e“ eða „æ“), sem er algeng í handritum frá upphafi 13. aldar, feli
í sér öfugar stafanir vegna tvíhljóðunar é og æ. Hingað til hafa slíkir rit-
hættir í svo gömlum handritum ekki verið settir í samband við tvíhljóðun
— senni lega af því að hún var talin mun yngri — en ýmsar aðrar og lang-
sóttari skýringar hafa þess í stað verið settar fram líkt og fjallað var um í
4. kafla. Þar var einnig rökstutt að önnur ritháttarfyrirbæri í handritum
frá 13. öld, þ.e. ritun tvíhljóðstákna fyrir einhljóðin ǫ og ø og ein-
hljóðstákna fyrir tví hljóð in au og ey, væri einnig unnt að skýra í ljósi þess
að tvíhljóðunin hófst fyrr en talið hefur verið.
Í 5. kafla var fjallað um rím é : æ sem talið hefur verið sýna einhljóðs -
framburð æ. Færð voru rök fyrir því að það fái ekki staðist, sem stundum
hefur verið haldið fram, að rímið sýni að tvíhljóðun æ hafi seint náð mikilli
útbreiðslu. Þá var lögð til ný túlkun á ríminu þar sem gert er ráð fyrir að
það beri vitni um þróun æ í hljóðasamband, jæ, sem líktist é [jɛː] eða var
hugsanlega sama hljóð.
heimildir
Aðalsteinn Hákonarson. 2010. Tvíhljóðun í íslensku: Um tvíhljóðun og þróun tvíhljóða í íslensku
máli til forna. Óprentuð MA-ritgerð, Háskóla Íslands.
Andersen, Harry. 1946. Oldnordisk grammatik. 2. endurskoðuð útgáfa. J.H. Schultz Forlag,
Kaupmannahöfn.
Árni Björnsson (útg.). 1969. Laurentius saga biskups. Rit Handritastofnunar Íslands 3.
Handritastofnun Íslands, Reykjavík.
Bandle, Oskar. 1956. Die Sprache der Guðbrandsbiblía. Bibliotheca Arna magnæana 17. Ejnar
Munksgaard, Kaupmannahöfn.
Björn Magnússon Ólsen. 1886. Om overgangen é — je i islandsk. Arkiv för nordisk filologi
3:189–192.
Björn K. Þórólfsson. 1925. Um íslenskar orðmyndir á 14. og 15. öld og breyt ing ar þeirra úr forn-
málinu. Fjelagsprentsmiðjan, Reykjavík.
Björn K. Þórólfsson. 1929a. Nokkur orð um hinar íslensku hljóð breyt ing ar é > je og y, ý,
ey > i, í, ei. Studier tillägnade Axel Kock, bls. 232–243. C.W.K. Gleerup, Lundi.
Björn K. Þórólfsson. 1929b. Kvantitetsomvæltningen i islandsk. Arkiv för nordisk filologi
45:35–81.
Björn K. Þórólfsson. 1934. Rímur fyrir 1600. Hið íslenzka fræðafélag, Kaup manna höfn.
Dahlerup, Verner (útg.). 1889. Physiologus i to islandske bearbejdelser. Med indledning og
oplysninger. Aarbøger for nordisk oldkyndighed og historie 2. række, 4:199–290.
Dahlerup, Verner og Finnur Jónsson (útg.). 1886. Den förste og anden gramma tiske afhan-
dling i Snorres Edda. Islands grammatiske litteratur i middelalderen 1. Samfund til
udgivelse af gammel nordisk litteratur, Kaupmannahöfn.
Aðalsteinn Hákonarson118