Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2016, Blaðsíða 150
ekki nema frávikin frá hinu rétta lagi séu mjög lítil. Þá reynir á það hversu
næmt tóneyrað er því sumir eru næmari á slík frávik en aðrir (sbr. líka
mynd 1). En ef menn eru að hlusta á tónlist þar sem tónlistarmaðurinn
fylgir ekki hefðbundinni laglínu af neinu tagi og á ekki að gera það, t.d.
rapptónlist, er það ekki truflandi fyrir tóneyrað.6
3. Máleyra
3.1 Skilgreining
Með orðinu máleyra virðist yfirleitt vera átt við það sem líka er kallað
máltilfinning. Þetta má sjá af þeim dæmum sem fundust á Tímarit.is (feit-
letrun mín):
(2) a. Mun þessi orðnautn einkenna flesta, er gefið er næmt máleyra
(Sigurður Guðmundsson 1916:9).
b. Hann hefir mikla leikhæfileika. Margt bendir til þess, t. d. það hve
maðurinn hefir alveg óvenjulega gott máleyra (Morgunblaðið (Auka -
blað), 14. mars 1926, bls. 6).
c. það alþýðlega máleyra, sem þarf til að skapa lifandi persónur og
láta þær hugsa og tala þannig, að þær verði hvorttveggja í senn:
sérstæðar og almennar (Guðmundur Gíslason Hagalín 1932:2).
d. Það er sitt hvað, að vera málfræðingnr og að hafa næmt máleyra, en
það hafði Geir Zoëga, þó málfræðingur væri, og við orðabókargerð
er það meira virði, en þó að menn reiði ýmsa málfræðilega þekkingu
í bak og fyrir, enda er verðmæti slíkrar þekkingar í heild sinni oft
vafasamt (G.J. 1933:2).
e. Hafi menn óspilt söngeyra, þá heyra þeir, ef annaðhvort þeir sjálfir,
eða aðrir, syngja „falskt“ og leiðrjetta það, ef þeir eiga þess kost.
Þjóðin hefir treyst „máleyra“ sínu og bygt trú sína á viðhald tung-
unnar á því að þessi „heyrn“ gæti eigi sýkst (Eiríkur Kjerulf 1947:
146).
f. Það ljóðakyns, sem unglingar nútímans læra ótilkvaddir eru dans -
kvæðin, sem forfeður vorir nefndu svo, en nú kallast „dægurlaga-
textar“. Margt af því tagi virðist mér ámáttkasta kjaftæði. Mörg
Höskuldur Þráinsson150
6 Í rapptónlist skipta áherslur, taktur og tónfall meginmáli en flytjandinn eltir ekki til-
tekna laglínu þótt stundum fylgi einhvers konar undirleikur. Að því leyti minnir rapp
meira á talað mál en hefðbundna tónlist.