Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2016, Side 151

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2016, Side 151
lögin eru sjálfsagt þannig, að erfitt er að pína íslenzkt mál undir hljóðfall þeirra. Mig skortir vit á sönglist, en hefi næmt máleyra (Þórunn Guðmundsdóttir 1960:9). g. Ingvar á Bjalla er maður greindur vel, fróður í sögu og þjóðháttum, hefur næmt máleyra og kann vel að segja frá (Magnús Árnason 1965:8). h. Um mál og stíl þessarar bókar er óþarft að fara mörgum orðum. Þótt sitthvað megi að hvoru tveggja finna, ber hins að minnast, að erindi hennar til fólks er allt annað en að gleðja máleyra þess (V.S. 1973:19). i. Mitt máleyra gerir greinarmun á öruggum og sannfærandi sigri sem ég er ekki viss um að íþróttafréttamenn geri alltaf sjálfir (Þor - geir Tryggvason 2011). j. En það er of mikið um að fólk sem hefur ekki máleyra, ef svo má segja, vinni að því er virðist eftirlitslaust (Eiður Svanberg Guðnason 2012:16).   Eins og sjá má af þessum dæmum er algengt að nota eitthvert (jákvætt) lýsingarorð með máleyra, einkum þó næmt. Að því leyti minna flest dæmin á það sem áður var sagt um notkun og merkingu orðsins tóneyra: Þarna er yfirleitt gert ráð fyrir því að gott eða næmt máleyra sé hæfileiki sem ekki er öllum gefinn, líkt og gott eða næmt tóneyra. Í síðasta dæminu er m.a.s. gert ráð fyrir því að sumir hafi alls ekki máleyra (þótt þeir séu auðvitað ekki mállausir!), svona líkt og sumir geta verið laglausir. Í e- dæminu er líka beinlínis vísað til tónlistar og tóneyra („söngeyra“) sem hliðstæðu. Í i-dæminu gægist þó fram svolítið önnur merking. Þar er nefnilega átt við það að samkvæmt máltilfinningu viðkomandi sé merkingarmunur á orðasamböndunum öruggur sigur og sannfærandi sigur en jafnframt látið að því liggja að ekki sé víst að allir deili þessari máltilfinningu. Hér er sem sé vikið að því að ekki hafa allir sams konar „máleyra“ í þessum skilningi. Hér hefði líka verið hægt að segja Í mínu máli er greinarmunur á …, sbr. eftirfarandi dæmi (hér tekin frá Höskuldi Þráinssyni 2013:65): (3) a. í mínu máli eru þessi orð ekki til í þeirri merkingu […] (Þjv. 1955) b. í máli þeirra, sem lengi hafi dvalizt erlendis (Mbl. 1962) c. sögnin þora tekur í máli sumra með sér andlag í þolfalli […] (Skírnir 1999) d. Í mínu máli þýðir þrjú álegg bara ʽþrjú egg úr áliʼ (Netið) Þrjú eyru 151
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.