Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2016, Blaðsíða 87
Stutt sérhljóð Löng sérhljóð
i [ɪ] y [ʏ] u [ʊ] í [iː] ý [yː] ú [uː]
e [ɛ] ö [œ] o [ɔ] é [e] ó [o]
a [ɐ] æ [a] á [a]
Tafla 2: Hljóðgildi upprunalegra einhljóða um 1300.
Taflan sýnir hvernig samsvörun langra og stuttra sérhljóða, sem áður
höfðu sama hljóðgildi, sbr. töflu 1, var háttað eftir umræddar breytingar.
Þótt löng og stutt sérhljóð hefðu ekki lengur (nánast) sama hljóðgildi var
eigi að síður enn þá ákveðin samsvörun til staðar. Almennt gilti að stuttu
sérhljóði samsvaraði langt sérhljóð með líkt hljóðgildi eða tvíhljóð með
svipaðan fyrri þátt. Munur á löngum og stuttum hljóðum var nokkuð
reglulegur og hægt að lýsa honum þannig að langa hljóðið (fyrri liður þess
í tilviki tvíhljóða) hafi verið lítið eitt nær jöðrum sérhljóðasviðsins en hið
stutta. Parið i ~ í myndaði hliðstæðu við pörin y ~ ý og u ~ ú og sömu-
leiðis voru e ~ é, o ~ ó og a ~ á hliðstæð pör.7 Reyndar virðist stutta sér-
hljóðið ö ekki samsvara neinu löngu hljóði en við nánari athugun má finna
sam svörun þess meðal gömlu tvíhljóðanna sem ekki eru sýnd í töflu 2 (sjá
nánar í 4. kafla).
Hér er gert ráð fyrir því að samnorrænt hljóðgildi gömlu tvíhljóðanna
hafi verið ei [ɛ], ey [œy]̯ og au [ɔ] (sömu skoðunar voru t.d. Söderberg
1879:21, Andersen 1946:5 og Skomedal 1980:133), líkt og búast mætti við
ef síðari hluti tvíhljóðanna hefði hljóðverpt þann fyrri. Á tíma sér-
hljóðakerfis FMR voru tvíhljóðin sér á parti og þess vegna ekki ástæða til
þess að hafa þau með í töflu 1. Um 1300 höfðu aftur á móti öll miðlæg og
fjarlæg löng einhljóð breyst í tvíhljóð og hæpið að líta svo á að gömlu tví-
hljóðin hafi enn sömu jaðarstöðu í kerfinu og áður. Nánar verður rætt um
afleiðingar þessa í 4. kafla.
Hreinn Benediktsson (1959:299) hefur bent á að tvíhljóðun á > [a]
skapaði hættu á samfalli þess við gamla tvíhljóðið au, en raunin varð
Aldur tvíhljóðunar í forníslensku 87
breyst í stígandi tvíhljóð, [e], sem síðar varð [jɛ]. Rithætti, sem sýna að hljóða samband ið er
komið fram, má finna í handritum frá 13. öld þannig að um 1300 hefur é ekki alls staðar
verið hnígandi tvíhljóð, [e]. Nánar er fjallað um þróun é í átt til hljóða sambands hálfsér-
hljóðs og sérhljóðs síðar í þessum kafla og í kafla 5.
7 Ef breytingin í kerfi stuttra sérhljóða fólst í færslu inn að miðju sérhljóðasviðsins gæti
stutt a hafa orðið aðeins nálægara en áður og mætti þá lýsa því sem [ɐ] líkt og gert er í töflu 2.