Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2016, Page 126

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2016, Page 126
hann eða skjóta inn orðum eins og gildir um venjulegar setningar. Sumar setningar eða sumir setningaliðir geta hins vegar verið býsna fastir að form inu til og lítið hægt að breyta þeim. Þetta á til dæmis við föst orða - tiltæki eins og sjaldan fellur eplið langt frá eikinni. Almennt er talið að slík sambönd eigi heima í orðasafni málfræðinnar og að merkingu þeirra þurfi að tilgreina sérstaklega. Setningarlega samsetningin í (2) þar sem fyrri liður inn er boðháttarsetning er einnig gott dæmi um fastan fyrri lið: (2) Guðjón fékk sér svartan [[haltu-kjafti]-brjóstsykur]. Setningarlegi liðurinn í (2) og liðir svipaðir honum eru ólíkir venjulegum setn ing ar liðum og setningum að því leyti að þeir eru einhvers konar orða - leppar sem hafa skírskotun út fyrir sig í klisjur eða tilsvör úr þekktri umræðu. Þeir líkjast því að nokkru leyti tilvitnunum eða beinni ræðu. Í íslensku eru samsetningar á borð við (1) þar sem fyrri liðirnir eru myndaðir á virkan hátt nokkuð algengar. Þar er um að ræða samsett orð sem geta bæði verið lýsingarorð og nafnorð, eins og sýnt er í (3). (3) a. svona [[inn-á-hvert-einasta-heimili]-frægur] maður kemur í heim sókn. b. Þetta var nú bara ein af þessum [[maður-tekur-svona-til-orða]-útskýr- ingum]. Setningarlegar samsetningar eru vel þekktar í öðrum germönskum mál - um eins og ensku, hollensku, þýsku og norsku (sbr. Booij 2004, Mei - bauer 2007, Wiese 1996, Sato 2010 og Edvardsen 2012).4 Dæmi úr ensku og norsku eru sýnd í (4) og (5):5 (4)a. I’m not one of these [[vomiting-in-a-bar-kind-of]-girls] (no.). b. [[I-know-this-stuff-too]-reference] (no.). c. She tried to give me the [[it’s-not-you-it’s-me]-routine] (no.). d. … the [[what-exactly-is-my-mandate]-issue] (no.). e. … but this [[heal-whatever-wounds-that-exist]-line] (no.). f. Or when you would prep him for a [[late-night-carride-to-the-air - port]-interview] (no.) after sixteen hours of nonstop campaining. (5) a. [[Alene-med-gitar]-tradisjon] (no.). b. [[Kjøre-helt-frem-til-hytta]-bil] (no.). Þorsteinn G. Indriðason126 4 Eftirfarandi dæmi eru úr hollensku og þýsku (frá Meibauer 2007:235–236): (i) [[lach of ik schiet] humor] (ii) der [[Vater-und-Sohn]-Konflikt] 5 Dæmunum í (4) hefur höfundur safnað úr ýmsum áttum (úr bókum og sjónvarps - þáttum) en dæmin í (5) eru öll úr norskum dagblöðum frá ýmsum tímum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.