Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2016, Page 148
voru að vísa til (2007). Kannski var þar um að ræða fólk sem mætti kalla
„tónheyrnarlaust“ en „laglausir“ gætu þá verið þessi 16% sem áður voru
nefnd.4 En aðalatriði þessarar umræðu er þó það að hæfileikinn til að
greina á milli tóna á sér tiltekinn samastað í heilanum og mönnum er
þetta misvel gefið. Auk þess virðist almennt talið að þeir sem alast upp við
mikið „tónlistarlegt áreiti“ þrói með sér næmara tóneyra en þeir sem gera
það ekki, auk þess sem slíkt uppeldi geti haft jákvæð áhrif á heilann á
ýms an annan hátt (sjá yfirlit yfir rannsóknir á þessu sviði hjá Miendlar -
zewska og Trost 2014).
2.2 Tónfall, máltónar og lagleysi
Breytileg tónhæð getur skipt máli í tungumálum, m.a. íslensku (sjá
umræðu hjá Kristjáni Árnasyni 2005:456 o.áfr. og í ritum sem þar er vísað
til). Íslenskir málnotendur myndu t.d. ekki segja setningarnar í (1) með
sama tónfalli þótt orðin séu þau sömu:
(1) a. Kristján er Norðlendingur.
b. Kristján er Norðlendingur?
Dæmi (1a) er einföld staðhæfing en spurningarmerkið í (1b) á að sýna að
þar sé um að ræða spurningu sem er þá væntanlega blandin nokkurri
undr un, svona líkt og spurt væri Er Kristján virkilega Norðlendingur? Tón -
fall skiptir sem sé verulegu máli í íslensku. Í ýmsum öðrum málum eru
orðbundnir tónar (e. lexical tones) merkingargreinandi, t.d. í kínversku og
mörgum Afríkumálum (sjá t.d. Yip 2002). Í kínversku merkir atkvæðið
ma þannig ýmist ʽmóðirʼ, ʽhampurʼ, ʽhesturʼ eða ʽskammaʼ (so.) eftir því
hvers konar tón það ber (háan, rísandi, fallandi-rísandi eða fallandi).
Ein þeirra spurninga sem menn hafa velt upp í sambandi við lagleysi
er sú hvort þeir sem eiga erfitt með að greina sundur tóna í tónlist eða
nota þá (eru sem sé laglausir) geti skynjað og notað tónfall á eðlilegan hátt
og hvort þeir geti talað og skilið mál þar sem orðbundnir tónar skipta máli.
Það mætti ímynda sér að laglausir ættu erfitt með þetta. Svo virðist þó
yfirleitt ekki vera. Ein ástæðan gæti verið sú að „tónbilin“ (þ.e. sá munur
á munur á tónhæð sem skiptir máli), séu yfirleitt grófari í tungumálum en
í tónlist. Þess vegna geti þeir sem myndu t.d. flokkast sem laglausir eða
Höskuldur Þráinsson148
4 Hér má líka nefna að Dalla Bella og félagar (2011:1) segja að svona 10‒15% fólks séu
það sem þau kalla „poor singers“, en með því eiga þau við þá sem eiga erfitt með að halda
lagi í söng.