Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2016, Side 89

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2016, Side 89
vísbendingar um að æ hafi einnig um tíma sums staðar líkst mjög ei. Fyrst eftir tvíhljóðun æ hefur fyrri hluti þess verið e-hljóð enda nokkuð um að það sé ritað „ei“, „ęi“ eða „æi“. Staðreyndin er sem sagt sú að é og æ breytt- ust í tvíhljóð, sem í handritum allt frá því um 1200 eru stundum rituð á sama hátt og ei, en samt eru é, æ og ei aðgreind á yngri stigum íslensku rétt eins og á elsta skeiði. Ekki virðist líklegt að í einni og sömu mállýsku hefði verið greint á milli til að mynda é [e], ei [ɛ] og æ [æ]. Sennilegra væri að í sumum mállýskum hefðu ei og é fallið saman en verið aðgreind frá æ og að í öðrum hefðu ei og æ fallið saman en é haldist aðgreint frá þeim. En þetta eru einungis getgátur. Ekki eru heldur á reiðum höndum svör við því hvort tengsl hafi verið á milli breytingar é í hnígandi tvíhljóð [e] og tilurðar hljóða sambands ins [jɛ], né heldur hvernig þeim tengslum hefði verið háttað. Hægt er að ákvarða hvenær breyting é í hljóðasamband var hafin út frá dæmum um ritun „ie“ fyrir é. Fyrirmynd þessa eru rithættir eins og „ia“ og „io“ í orðum eins og jata og ljótr þar sem „i“ stendur fyrir [j] í hljóða sambandi j og sérhljóðs. Þegar farið er að rita „ie“ fyrir é hefur það því breyst í hljóðasamband, [jɛː] (með löngu sérhljóði fram að hljóð dvalar breyt ingu en eftir hana varð lengd sérhljóðsins stöðubundin). Stöku dæmi eru um „ie“ fyrir é í handritum frá 13. öld en þetta verður ekki algengt fyrr en um miðja 14. öld (Björn K. Þórólfsson 1929a:232–4). Yfirleitt er ekki gert ráð fyrir því að é [eː] hafi breyst beint í hljóða - sambandið [jɛː] heldur hafi fyrst orðið til stígandi tvíhljóð, [e]. Sjaldan er þó skýrður munurinn á þessu tvennu. Hér er gert ráð fyrir því að í báðum til vikum sé um að ræða runu hálfsérhljóðs og sérhljóðs en að í stígandi tví- hljóði sé hálfsérhljóðið í kjarna atkvæðisins, í hljóðasambandi stuðlinum. [j] og [] eru hvort tveggja tákn fyrir framgómmælt hálfsérhljóð en hér er [j] notað fyrir hálfsérhljóð í stuðli, [] fyrir hálfsérhljóð í kjarna (sjá Hall 2014:325–26). Í tvíhljóðinu [e], sem yfirleitt er talið að é hafi breyst í fyrst, hefði hvor hluti borið sína móru og tvíhljóðið því jafngilt löngu sér- hljóði. Þróun [e] í [jɛː] fæli í sér að hljóðgildisþættir hálfsérhljóðsins færðust fram í stuðulinn, en móra þess yrði eftir í kjarnanum og tengdist síðari liðnum sem lengdist.9 Ekki er óviðbúið að langt é hefði breyst í tvíhljóð en raunin er sú að é [jɛ] nútímamálsins á ekki aðeins rætur að rekja til forníslensks langs é; Aldur tvíhljóðunar í forníslensku 89 9 Sérhljóðið e [ɛ] í nútímaíslensku er fjarlægara hljóð en físl. é [eː]. Eins og þróun é er lýst hér, [eː] > [e] > [jɛː], verður lækkun ([e] > [ɛ]) samfara breytingu tvíhljóðs í hljóða - samband. Hún gæti einnig hafa átt sér stað við sjálfa tvíhljóðunina, þ.e. [eː] > [ɛ] (> [jɛː]).
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.