Gríma - 24.10.1932, Page 5

Gríma - 24.10.1932, Page 5
Þáttur aí Halldóri Kröyer. (Skrásettur 20. maí 1932 af Þorsteini M. Jónssyni, eftir frásögn Sigurjóns Þorgrímssonar, fyrrum gestgjafa á Húsa- vík). 1. Frá Jðhanni Kröyer. Maður er nefndur Jóhann Kröyer. Hann fæddist í Kaupmannahöfn árið 1766 og var þar til fermingar alinn upp í föðurleysingjahúsi. Fór hann þá til fs- lands og varð búðarpiltur á Húsavík hjá einokunar- verzluninni þar, sem þá var rekin fyrir konungsfé, sem og um allt landið. Reyndist hann ráðvandur og siðprúður í starfi sinu og mun snemma hafa aflað sér álits og trausts manna. Þá er hann var fulltíða maður, kvæntist hann Rakel Halldórsdóttur frá Skógum í Reykjahverfi. Þeirra synir voru þeir: 1. Jörgen, er prestur varð að Miklagarði í Eyjafirði og síðar að Helgastöðum í Þingeyjarsýslu; 2. Halldór, sá er hér verður meira um sagt; 3. Páll, sem varð hreppstjóri í Höfn í Siglufirði; 4. Pétur, bóndi á Bæ á Höfðaströnd; 5. Jóhann, sem seinast var á Helga- stöðum hjá séra Jörgen bróður sínum og dó þar; 6. Andrés, er varð bóndi á Háhamri í Eyjafirði.

x

Gríma

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.