Gríma - 24.10.1932, Page 6

Gríma - 24.10.1932, Page 6
4 ÞATTUR AF HALLDÓRI KRÖYER Jóhann Kröyer vann sér það álit sem verzlunar- maður, að nokkru eftir að konungsverzlunin var lögð niður, varð hann verzlunarstjóri dönsku selstöðu- verzlunarinnar á Siglufirði. Því starfi gegndi hann i 8 ár. Aflaði hann sér svo mikilla vinsælda og álits, að hann var skipaður hreppstjóri Hvanneyrarhrepps; hélt hann því starfi um 80 ár og bjó þá jafnan í Höfn. Síðar mun hann hafa flutt inn til Eyjafjarðar og búið á Stokkahlöðum, en þá hefur hann verið kominn á efri ár. 2. Kámsár Halldórs Kröyers. Halldór Jóhannsson Kröyer var fæddur árið 1808, og ólst hann upp hjá föður sínum, þar til er hann kom honum í skóla á Bessastöðum. Þótti Halldór efn- ismaður. Hann var gáfulegur og gervilegur í sjón, meira en meðalmaður á hæð, hafði dökkblá, gáfuleg augu, lítið skegg órakað; stórleitur var hann nokk- uð og hafði fullan og karlmannlegan, skýran róm. Hann var námsmaður ágætur, mælskur með afbrigð- um, sérstaklega þó ef honum rann í skap, kjarnyrt- ur, en stórorður oft og blótsamur í viðræðum, en venjulega fátalaður. Halldór lauk stúdentsprófi við Bessastaðaskóla með góðri einkunn vorið 1830. Gerð- ist hann þá skrifari hjá Bjama Thorarensen amt- manni í þrjú ár. Þá var sýslumaður i Þingeyjarsýslu Þórður Björnsson kansellíráð. Hann þótti mesti laga- maður af sýslumönnum í Norðlendingafjórðungi á sinni tíð, og þar eftir í öllum embættisverkum og sýslustjórn. Hann andaðist 11. febrúar 1834. Setti amtmaður þá Halldór Kröyer til að gegna sýslu- mannsstörfum í Þingeyjarsýslu, og gegndi hann því starfi í nálega eitt ár, þar til er Sigfús Skúlason var

x

Gríma

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.