Gríma - 24.10.1932, Page 14

Gríma - 24.10.1932, Page 14
12 ÞÁTTUR AF HALLDÓRI KÉÖYER ur hafði ekki orð á sér fyrir að vera meinlaus við sakborninga, en aldrei hafði hann neitt upp úr Rósu, enda mun hann hafa álitið hana fáráðling eða hálf- vita og sleppti hann henni án refsingar. Fékk hún síðan auknefni og var kölluð Minnislausa-Rósa. En þeim feðgum var báðum refsað. 10. Annað pjófnaðarmál. Eitt sinn bar svo við, að stolið var heyi að nætur- lagi um vetur hjá Kristjáni bónda Árnasyni, sem þá bjó í Ærlækjarseli. Gátu synir Kristjáns, er þá voru komnir nokkuð á legg, rakið slóð alla leið frá hey- stæðinu og heim á bæ eins nágranna Kristjáns, er Sigurjón hét. Lét Kristján þetta kyrrt liggja, en var þó viss um, að Sigurjón myndi hafa stolið heyinu. En þótt Kristján gæti ekki um þetta við nokkurn mann, þá kvisaðist þetta um nágrennið og barst til eyrna Sigurjóns. Brást hann illa við og lézt vilja reka af sér illmæli þetta. Fór hann nú á fund Hall- dórs Kröyers og bað hann rétta hlut sinn. Tók Hall- dór því sæmilega og fór með Sigurjóni til Ærlækjar- sels, og hittu þeir húsráðendur þar. Kvaðst Sigurjón þangað kominn til að reka af sér illmæli það, er heimilisfólk þeirra hefði á sig logið, og kvaðst hann mundi reka réttar síns og láta málið ganga lengra. Varð Sigurveig kona Kristjáns mest fyrir svörum. Var hún greind kona, og þótti þeim, sem á heyrðu, Sigurjón bera lítinn sigur úr býtum í orðaskiftum þeirra. Ekkert orð sagði Halldór, meðan Sigurjón deildi við húsfreyju og fólkið, en segir um leið og þeir fóru af stað: »Það var ekki von að þetta gengi vel, þú fórst eins og helvítis asni, þú varst að karpa við konuna«. Ekki mun Halldóri hafa litizt á málstað

x

Gríma

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.