Gríma - 24.10.1932, Blaðsíða 14

Gríma - 24.10.1932, Blaðsíða 14
12 ÞÁTTUR AF HALLDÓRI KÉÖYER ur hafði ekki orð á sér fyrir að vera meinlaus við sakborninga, en aldrei hafði hann neitt upp úr Rósu, enda mun hann hafa álitið hana fáráðling eða hálf- vita og sleppti hann henni án refsingar. Fékk hún síðan auknefni og var kölluð Minnislausa-Rósa. En þeim feðgum var báðum refsað. 10. Annað pjófnaðarmál. Eitt sinn bar svo við, að stolið var heyi að nætur- lagi um vetur hjá Kristjáni bónda Árnasyni, sem þá bjó í Ærlækjarseli. Gátu synir Kristjáns, er þá voru komnir nokkuð á legg, rakið slóð alla leið frá hey- stæðinu og heim á bæ eins nágranna Kristjáns, er Sigurjón hét. Lét Kristján þetta kyrrt liggja, en var þó viss um, að Sigurjón myndi hafa stolið heyinu. En þótt Kristján gæti ekki um þetta við nokkurn mann, þá kvisaðist þetta um nágrennið og barst til eyrna Sigurjóns. Brást hann illa við og lézt vilja reka af sér illmæli þetta. Fór hann nú á fund Hall- dórs Kröyers og bað hann rétta hlut sinn. Tók Hall- dór því sæmilega og fór með Sigurjóni til Ærlækjar- sels, og hittu þeir húsráðendur þar. Kvaðst Sigurjón þangað kominn til að reka af sér illmæli það, er heimilisfólk þeirra hefði á sig logið, og kvaðst hann mundi reka réttar síns og láta málið ganga lengra. Varð Sigurveig kona Kristjáns mest fyrir svörum. Var hún greind kona, og þótti þeim, sem á heyrðu, Sigurjón bera lítinn sigur úr býtum í orðaskiftum þeirra. Ekkert orð sagði Halldór, meðan Sigurjón deildi við húsfreyju og fólkið, en segir um leið og þeir fóru af stað: »Það var ekki von að þetta gengi vel, þú fórst eins og helvítis asni, þú varst að karpa við konuna«. Ekki mun Halldóri hafa litizt á málstað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Gríma

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.