Gríma - 24.10.1932, Page 23

Gríma - 24.10.1932, Page 23
ÞÁTTUR AP JóHANNESI STERKA 21 að ekki var viðlit að láta hann stökkva upp. Við þetta rann nokkuð ölvíman af presti; bar hann si'g iila og taldi víst, að hesturinn dræpist á meðan þeir færu til bæja að leita mannhjálpar. Þá stökk Jóhann- es ofan í vökina, smeygði sér undir kviðinn á Sokka, hóf hann á loft og kastaði honum upp á ísinn. Allir þeir, er að vökinni komu og sáu aðstæður, töldu þetta hafa verið hina mestu aflraun. 7. Jóhannes heldur fæti á Blesu. Eftir það er Jóhannes var hættur sjómennsku og farinn að búa á Stekkjarflötum, var það eitt siim, að Sigríður systir hans kom þangað í heimsókn. Reið hún blesóttri hryssu, sem var mesti stólpagripur og fílefld að kröftum. Sá var galli á hryssunni, að stundum, þegar átti að járna hana, trylltist hún og fékk þá enginn við hana ráðið. f þetta skifti hafði losnað skeifa undan Blesu og bað þá Sigríður bróð- ur sinn að tylla skeifu undir fótinn. Fór Jóhannes til og tveir menn með honum; skyldi annar halda fæt- inum, á meðan Jóhannes járnaði, en hinn halda í tauminn. Þá var sá gállinn á Blesu, að hún trylltist og fengu þeir ekki hamið hana. Gekk svo um stund. Rann Jóhannesi þá í skap; greip hann heldur sterk- lega til Blesu, þreif upp fótinn og hélt honum eins og í skrúfstykki, hvernig sem hún hamaðist; sagði hann hinum manninum að járna og gerði hann það, en er því var lokið og Jóhannes sleppti fætinum, brá svo við, að Blesa tyllti ekki í hann. Héldu þeir fyrst, að blóðj ámazt hefði, svo að Jóhannes tók aftur upp fótinn og skoðaði hann vandlega, en ekki varð annað séð en að járningin væri í bezta lagi. Eftir þetta var Blesa lengi draghölt og alveg frá brúkun, Þóttust

x

Gríma

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.