Gríma - 24.10.1932, Page 64

Gríma - 24.10.1932, Page 64
62 LJÚFLINGS-BJARNI Mæli eg um þau orð, þú endir líf, áður detti eg dauð að dyngju minni. Þegar þær höfðu þetta við mælzt, varð eg svo skelfdur og óttasleginn, að eg hljóp sem fætur tog- uðu frá þeim og þegar eg fjarlægðist Kálfborgina, var sem eg fengi aftur mitt rétta eðli. Mundi eg þá eftir heimili mínu, langaði aftur í mannheima og skundaði heim til mín. Nóttina eftir dreymdi mig, að yngri álfamærin kæmi til mín og bæði mig að þegja yfir öllu því, sem fyrir mig hefði borið; óskaði hún mér því næst langra lífdaga og hvarf mér síðan. Hef eg viljað verða við bæn þeirrar einu meyjar, er eg hef elskað um æfina og hef því engum sagt frá at- burði þessum. — Trúi þeir, er trúlegt þykir, en efi þeir, er annað lízt«. 14. ..Fjanðinn vill nú finna þiy." (Handrit Jónasar Jónassonar prófasts frá Hrafnagili, eft- ir sögnum úr Skagafirði og Eyjafirði). Benedikt hét vinnumaður hjá Magnúsi bónda Thórarensen, sem bjó á Stóra-Eyrarlandi við Akur- eyri á fyrra hluta nítjándu aldar. Magnús var sonur Stefáns amtmanns Þórarinssonar á Möðruvöllum. — Einhverju sinni var Magnús drukkinn sem oftar, og varð þeim þá eitthvað sundurorða, Benedikt og hon- um. Harðnaði deilan, svo að Magnús vísaði Benedikt burt af heimili sínu og sagði honum að fara til

x

Gríma

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.