Gríma - 01.09.1941, Blaðsíða 34
12
UM SANDHOLTSFEÐGA
en Árni Sandholt fór á hverju vori til íslands, var
þar sumarlangt og sá þar um rekstur verzlananna
og leit eftir þeim. Þetta gekk svo í næstu áratugina
tvo, eða meðan Árni lifði, og stóð hagur verzlananna
þá í miklum blóma, enda auðguðust þeir svo þessi
árin á verzluninni, að þeir Árni Sandholt og Clausen
voru taldir tekjuhæstir íslenzkra kaupmanna bú-
settra í Kaupmannahöfn á árunum kringum 1870.
Árni Sandholt var glæsimenni mesta, fríður sýn-
um, ekki hávaxinn, en þéttur. Hann var kátur og
spaugsamur og mátti heita mesta lipurmenni. — í
eftirmælum eftir hann1) er honum lýst svo, að hann
væri einstakur gáfu- og skarpleiksmaður, duglegur
og útsjónarsamur í öllu, sem við kom kaupskap og
verzlun. — En það, sem einkanlega hafði einkennt
hann, var, hversu hann var einarður, djarfur í tali
og hreinlyndur, en auk þess var hann örlátur við
þurfandi menn, þó að hann vildi jafnan láta sem
minnst á því bera.
Það fór, eins og áður getur, mikið orð af þeim
Sandholtsbræðrum, hve slyngir verzlunarmenn þeir
væru, en einkum var það þó Árni, sem gaf tilefnið til
þeirra sagna. Hann var miklu einbeittari og fylgnari
sér en Bjarni, enda mun hann hafa verið heilsuveili
mestan hluta ævinnar og naut sín því verr en skyldi.
— Svo voru þeir bræður líka svo aðgengilegir fyrir
viðskiptamenn sína, að til var tekið, en á þeim tím-
um voru flestir kaupmenn strembnir og hrokafullir
í umgengni við bændur, enda var yfirborð allra
kaupmanna þá gjörsamlega ómenntaðir menn, sem
sumir hverjir höfðu snögglega komizt yfir fjármuni
i) Þjóðólfur XXII, 12/13,