Gríma - 01.09.1941, Blaðsíða 69
FRÁ ÁBÆJARSKOTTlí
47
teymdi hestinn, sem stritaðist á móti; tók hann þá
svo fast í tauminn, að hann bilaði, en Páll hrataði
niður á hála hjarnfönn, gat ekki fótað sig á frosnum
stígvélunum og hrapaði niður fyrir kletta ofan í gil-
ið. Náðist lík hans daginn eftir allmjög skaddað. —
A þeim árum var búið í Stigaseli, sem nú er beitar-
bús frá Merkigili. Nóttina eftir slysið, en áður en
það fréttist að Stigaseli, dreymdi húsfreyjuna þar,
að Abæjarskotta kæmi til hennar kankvís á svip og
segði: „Það hressti mig gróft að sleikja blóðið og
heilasletturnar úr honum Páli“. Lengri varð draum-
urinn ekki.
b. Heimaríki Skottu.
[Eftir handriti Hannesar Jónssonar í Hleiðargarði. Sögn Páls
Pálssonar frá Æsustaðagerði. Úr safni Odds Björnssonar].
Aður en reglulegar haustleitir hófust úr Eyjafirði
fram á öræfi, voru á hverju hausti sendir menn
ur Saurbæjarhreppi vestur í Skagafjarðardali, til
þess að sækja fé það úr Eyjafirði, er þar kom fyrir
af fjalli. Fóru menn þessir æfinlega vestur yfir
Nýjabæjarfjall og gistu oft á Ábæ í Austurdal. —
Eitt haust réðust til þeirrar farar Páll Pálsson frá
Æsustaðagerði og annar maður, er Gunnlaugur hét.
Sagt var, að stelpa fylgdi Gunnlaugi og gerði stund-
um glettur á bæjum á undan komu hans, en annars
þótti hún fremur meinlaus. Þeir félagar fóru vestur
yfir Nýjabæjarfjall og beiddust gistingar á Ábæ.
Var þeim um kvöldið vísað til svefns í húsi einu, og
voru þar tvö rúm; háttuðu þeir þar og lögðust út af.
Gunnlaugur sofnaði þegar, enda var hann þreyttur
eftir gönguna, en Páli varð ekki svefnsamt; fannsí
bonum þó eitthvert mók færast yfir sig, og ekki