Gríma - 01.09.1941, Blaðsíða 41
trM SANDHOLTSFEÐÖA Í9
Bjarni var fríður maður sýnum, stór vexti og í
öllu hið mesta glæsimenni, en mun ekki hafa verið
eins fluggáfaður og Árni bróðir hans eða sumar af
systrum hans, og svo var hann heilsuveill alla sína
ævi, en slægur verzlunarmaður var hann og í því lík-
ur Árna bróður sínum. — Ein saga er sögð um það,
hversu Bjarni var slyngur, og er hún svona.1) Glad
hét gamall lausakaupmaður frá Köge, smábæ í Dan-
mörku, og hafði hann komið ár eftir ár á skútu sinni
til verzlunar á Borðeyri, áður en þar varð föst verzl-
un, en þar var þá Bjarni Sandholt líka á skipi sínu,
og var hörð samkeppni á milli þeirra Bjarna og
Glads. — Ólafur Gíslason var, eins og áður getur,
mektarbóndi á Kolbeinsá. Hann hafði verið formað-
ur á jögtum og siglt einni frá Kaupmannahöfn, og
þótti það frækilegt af íslenzkum manni í þá daga.
Ólafur hafði líka dvalið tvo vetur í Höfn og var því
„forframaður", enda hafði hann á sér heldri manna
háttu og var nú hafnsögumaður um Hrútafjörðinn.
Það var mikil vinátta á milli Ólafs á Kolbeinsá og
Bjarna Sandholts. Það var eitt sumarið, um 1860, að
Glad gamli kom ekki til Borðeyrar eins og hann var
vanur, og biðu þeir, sem voru vanir að skipta við
hann, með vörur sínar. Svo leið að hausti, og Glad
kom aldrei, en þá fór að kvisast, að Glad hefði
reyndar komið seint um sumarið upp undir Kol-
beinsá og ætlað á sínar fornu slóðir til Borðeyrar, en
Olafur hafi verið svo hlálegur, að snúa honum frá
og hafi sagt honum, að öll verzlun væri úti og allir
viðskiptamenn hans væru þegar búnir að lúka við-
skiptum og láta alla ull sína til Bjarna Sandholts
D Lbs. 1682 4to,
2*