Gríma - 01.09.1941, Blaðsíða 75
FRA ÁBÆJARSKOTTU
53
gista í Bandagerði, þegar hann átti erindi til Akur-
eyrar, sem oft var. Þetta sama kvöld kom Guðmund-
ur í Ábæ til gistingar.
f. Skotta gerir vart við sig á Möðruvöllum.
[Handrit Þorst. M. Jónssonar. Sögn Margrétar Vigfúsdóttur].
Meðan þau hjón, Jónas Gunnlaugsson og Þórdís
kona hans, bjuggu á Möðruvöllum í Hörgárdal, var
það eitt sinn að vetri til um 1870, að Jónas brá sér
kaupstaðarferð til Akureyrar og var ókominn heim
um háttatíma um kvöldið. Baðstofan á Möðruvöll-
um var þiljuð í þrennt, og var rúm hjónanna í her-
bergi því, er innst var, en andspænis því svaf Sess-
elja, systir Jónasar. — Þegar háttað var, sofnaði
Sesselja undir eins, en Þórdís lá vakandi um hríð,
því að hún bjóst á hverri stundu við bónda sínum
heim. Tunglskin var úti, og lagði' nokkra birtu af því
inn um gluggann. Allt í einu opnaðist herbergishurð-
in, og sá Þórdís þá lítinn kvenmann koma inn á gólf-
ið. Hélt hún, að þetta væri Sigríður nokkur Einars-
dóttir, sem þá var húskona á Möðruvöllum. Kven-
maður þessi þokaðist inn eftir gólfinu, þangað til
hún kom inn í tunglsgeislann, sem lagði inn um
gluggann, en það var rétt við rúm Þórdísar. Glennti
hún sig alla og skældi, og sá Þórdís þá, að þetta var
ekki Sigríður, heldur einhver stelpuskjáta, sem hún
kannaðist ekkert við. Hún hafði húfu á höfði með
skotti í, hárið var skoljarpt og stóð sitt í hverja átt-
ina, en klædd var hún mórauðri peysu, stuttu pilsi
og röndóttri svuntu. Bandaði Þórdís þá við stelp-
unni, en hún þokaði undan yfir að rúmi Sesselju og
bograði yfir það. Fór Sesselja að láta illa og emja í
svefninum, svo að Þórdís kallaði til hennar og vakti