Gríma - 01.09.1941, Blaðsíða 46
2.
Frá Kristjáni fótalausa.
[Handrit Konráðs Vilhjálmssonar frá Hafralæk. — Að mestu
eftir sögnum Halldórs og Sigurjóns Þorgrímssona frá Hraun-
koti í Aðaldal].
a. Ætt og uppruni Kristjáns. Hann ieggst út.
Nálægt 1820 bjó sá maður í Heiðarseli á Bárðar-
dalsheiði, er Benedikt hét. — Kristján hét sonur
hans. Hann varð snemma hraustur til líkamsburða,
en pöróttur mjög og ódæll, svo að faðir hans tjónk-
aði lítið við hann. Kom svo, er Kristján var milli
fermingar og tvítugs, að hann hljóp að heiman að
vorlagi og lá úti nokkurar nætur. Leitaði hann heim
á bæi á nóttum til matstulda. — Einhverja nótt
komst hann í búrið á Lundarbrekku, en varð seint
fyrir til undankomu, er hann heyrði umgang um
morguninn. Tók hann það þá til bragðs, að hann
hvolfdi yfir sig tómu skyrkeraldi, er var í búrinu,
og leyndist þar undir. En er komið var í búrið um
morguninn, varð Kristjáns vart undir ílátinu.
Þá bjó á Lundarbrekku Jón bóndi Sigurðsson, (f.
1795). Hann var „hæfileikamaður, forn í skapi“, að
því er Jakob Hálfdanarson hefur ritað. Jón bóndi
var faðir Davíðs bónda á Heiði á Langanesi og þeirra
systkina. — Þegar Jón verður Kristjáns var, lyftir
hann ofan af honum keraldinu, bindur hendur hans
á bak aftur, bregður síðan reipi utan um hann og